Nemendur skulu fylgja skólareglum þ.m.t. reglum um skólasókn.
Nemendur skulu sækja kennslustundir nema veikindi eða önnur forföll hamli.
Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, háttsemi og samskiptum við samnemendur og starfsfólk skóla, þ.m.t. rafrænum samskiptum og netnotkun og skulu sýna nærgætni og gæta virðingar í allri framkomu sinni.
Nemendur eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í málum sem þá varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og samnemendur.
Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig ef fundið er að hegðun hans vegna brota á skólareglum.