Vinir Zippýs er námsefni sem tók til notkunar á Íslandi árið 2007. Námsefnið nýtist í félagsfærniþjálfun barna á elstu deildum leikskólans og fyrstu árum í grunnskóla.
Námsefnið fellur í flokk lífsleiknis og var það útbúið til þess að aðstoða börn við að efla félagsfærni sína. Þau læra nýjar leiðir til þess að tjá tilfinningar sínar og tileinka sér ýmis bjargráð. Með notkun námsefnisins eiga börn að ná að auka hæfni sína til þess að takast á við vandamál í daglegu lífi.
Þetta námsefni nýtist vel í hópþjálfun barna og geta áhugaverðar og mikilvægar umræður geta myndast út frá námsefninu.
Embætti Landlæknis sér um utanumhald um Vinir Zippýs og hægt er að fara á námskeið hjá þeim sem veitir þér þá réttindi til þess að vinna með námsefnið.
Námsefnið skiptist í sex námsþætti:
Tilfinningar
Tjáning og boðskipti
Að mynda vináttutengsl og slíta þeim
Að leysa ágreiningsmál
Að takast á við breytingar og missi
Við spjörum okkur
Hver námsþáttur inniheldur sögu sem lesin er fyrir börnin og skiptist hann síðan niður í fjórar kennslustundir. Til dæmis skiptist þáttur eitt upp í:
Að vera hryggur - Að vera glaður
Að vera reiður eða pirraður
Að vera afbrýðisamur
Að vera kvíðinn og óöruggur
Heimildir:
Vinir Zippýs. (2006). Lýðheilsustöð.
Sigrún Daníelsdóttir. (2013). Áhugi og nýting á námsefninu Vinir Zippýs í grunnskólum á Íslandi. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. 1-5. https://ojs.hi.is/netla/article/view/2424