Félagsfærni er sú geta eða færni sem einstaklingur hefur til þess að eiga samskipti við annað fólk og leysa úr þeim vandamálum eða ágreiningi í samskiptum sem það mætir á lífsleið sinni. Félagsfærni er í raun og veru yfirhugtak yfir öll þau hugtök sem felast í félagsþroska einstaklings.
Félagsfærni er ein sú mikilvægasta færni sem við þurfum að ná tökum af á okkar lífsskeiði. Mikilvægt er að einstaklingur fái viðeigandi aðstoð við að ná upp þessari færni ef koma fram erfiðleikar með félagsfærnina.
Þeir sem hljóta viðeigandi félagsfærniþjálfun öðlast aukin lífsgæði og með því getur hamingja fólks aukist. Þau sem þurfa á félagsfærniþjálfun að halda eru þeir sem eiga í erfiðleikum með félagsleg samskipti. Það eru oft þeir sem hafa einhverjar taugaþroskaraskanir eða fatlanir. Hér að neðan er hægt að finna smávegis upplýsingar um nokkrar taugaþroskaraskanir. En vert er að taka fram að þetta eru dæmi af einkennum og geta þau breyst á milli einstaklinga.
Í flokki taugaþroskaraskana eru: þroskaraskanir, málþroskaraskanir, einhverfurófsraskanir, námserfiðleikar, hreyfiþroskaraskanir, athyglisbrestur og ofvirkni - ADHD, kippraskanir.
Allar þessar raskanir geta haft áhrif á félagsfærni ungra barna. Félagsfærniþjálfun er ætluð öllum börnum, burt séð frá því hvort þau séu með raskanir eða ekki. Öll börn græða á því að fá félagsfærniþjálfun en börn með þessar raskanir hafa sérstakan hag af því að tileinka sér félagsfærniþjálfun.
Einhverfa er taugaþroskaröskun og eru einkenni hennar einstaklingsbundin þrátt fyrir að hægt sé að finna tengingu á milli einstaklinga. Einhverfir einstaklingar eiga oft erfitt með að mynda og halda í félagsleg tengsl og þurfa þar með á félagsfærniþjálfun að halda til að ná þeirri hæfni upp.
Dæmi af einkennum:
Minna eða ekkert augnsamband
Bregðast ekki við brosum frá öðrum
Litla tilfinningu og skilning fyrir tilfinningum annarra
Svara ekki nafninu sínu
Hægur eða enginn málþroski
Hermir ekki eftir
Erfitt að skiptast á
Sýnir jafnöldrum sínum ekki áhuga
Sérkennilegar og endurteknar hreyfingar
Taka ekki þátt í hlutverkaleikjum
Áráttur og þráhyggjur
Viðkvæm fyrir hávaða
Fólk sem hefur félagsfælni á það til að forðast félagslegar aðstæður, aðstæður þar sem þau þurfa að eiga í félagslegum samskiptum.
Þetta getur ollið því að einstaklingar fara að einangra sig frá samfélaginu og kjósa frekar að halda sig heima.
Þessir einstaklingar upplifa kvíða ótta þegar félagslegar aðstæður koma upp og hræðast þeir að verða sjálfum sér til skammar.
Dæmi um einkenni:
Óttast að koma fram og tala fyrir framan áheyrendur
Hræðast að vera í hópi
Upplifa mikinn vanlíða þegar þeir þurfa að hitta ókunnugt fólk
Ýmis líkamleg einkenni geta komið fram, hér eru nokkur þeirra:
Skjálfti
Svitna mikið
Roðna
Þurrkur á munni
Höfuðverkur
Ógleði
Þeir sem eru með félagsfælni þurfa á félagsfærniþjálfun að halda til þess að fá hvatningu og getu til þess að takast á við félagsleg samskipti af öryggi.
ADHD er taugaþroskaröskun og stendur fyrir athyglisbrestur og ofvirkni. Algengi hennar hefur aukist á síðastliðnum árum og getur hún haft ýmis áhrif á daglegt líf einstaklings. Í kringum 5-10% af hverjum hundrað börnum glíma við ADHD. Til eru þrjár tegundir af ADHD en þær eru ADHD þar sem ofvirknin er ríkjandi, ADHD þar sem athyglisbresturinn er ríkjandi og síðan ADHD þar sem blanda er af báðu.
Börn með ADHD eiga oft erfitt með félagsleg samskipti og getur félagsleg einangrun komið fram hjá þessum börnum og veldur það oft á tíðum slakri sjálfsmynd og sjálfstrausti. Þar af leiðandi telst það mikilvægt að veita börnum með ADHD félagsfærniþjálfun.
Ýmsar fylgiraskanir geta fylgt ADHD en meðal annars eru það sértækir námsörðugleikar, málþroskaraskanir, félags- og hegðunarerfiðleikar, kvíði, depurð og þráhyggjur eða ofurást á einstaka hlutum.
Dæmi um einkenni:
Hugsar illa um smáatriði
Flýtir sér mikið og gerir fljótfærnisvillur
Á erfitt með að halda uppi athygli
Hvatvísi - eiga erfitt með að bíða og eiga það til að grípa fram í fólki eða ryðjast
Eiga það til að tala mikið
Hreyfióróleiki
Kyrrseta reynist erfið
Erfitt að hlusta þegar talað er við sig, á það til að detta út
Á það til að forðast verkefni sem barninu finnst erfið eða krefjandi
Erfitt með að hafa hljóð
Erfitt að skipuleggja sig í lífinu og getur orðið yfirþyrmandi þegar mikið er að gerast
Á það til að truflast mikið og gleyma sér
Heimildir:
ADHD, fylgiraskanir og klínískar leiðbeiningar [PowerPoint glærur]. (e.d.). Landspítali. https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Klinisk-svid-og-deildir/Kvenna--og-barnasvid/BUGL/2019/BUGL%20%20r%C3%A1%C3%B0stefna%202019%20-%20Haukur%20P%C3%A1lmason.pdf
Hvað er ADHD? (e.d.). ADHD. https://www.adhd.is/is/um-adhd/hvad-er-adhd
Kılıç, M. K. og Aytar G. A. F. (2017). The Effect of Social Skills Training on Social Skills in Early Childhood, the Relationship between Social Skills and Temperament. Egitim Ve Bilim, 42(191). https://www.proquest.com/docview/1940824028?pq-origsite=gscholar&fromopenview=true#
Lillvist, A., Sandberg, A., Björck-Äkesson, E., og Granlund, M. (2009). The construct of social competence-how preschool teachers define social competence in young children. International Journal of Early Childhoo, 41, 51-68.
Ólafur Þór Ævarsson. (e.d.). Félagsfælni: Leiðbeiningar fyrir sjúklinga og aðstandendur. https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/6718/felagsfaelnianetid.pdf?sequence=1
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2007). Virðing og umhyggja: Ákall 21. aldar. Heimskringla. Háskólaforlag máls og menningar.
Posar, A., og Visconti, P. (2020). Is it autism? some suggestions for pediatricians. Türk Pediatri Arşivi = Turkish Archives of Pediatrics, 55(3), 229-235. doi: 10.14744/TurkPediatriArs.2020.59862