Stig af Stigi er námsefni sem hefur verið nýtt á elstu tveimur deildum leikskólans (4-6 ára) og á yngra stigi grunnskólans (6-10 ára). Höfundur efnisins er Kathy Beland.
Stig af Stigi hefur það hlutverk í félagsfærniþjálfuninni að aðstoða börn við það að efla félags- og tilfinningaþroska sinn.
Markmið efnisins er að aðstoða börnin við það að skilja aðra í kringum sig, semja við önnur börn og læra að leysa úr vandamálum sem þau lenda í, svo sem reiði og æsingi.
Stig af Stigi byggist á myndaspjöldum sem notuð eru í réttri röð og kennir börnunum ákveðna hæfni í félagsfærninni á hverju spjaldi. Með efninu fylgja tvær brúður sem hægt er að nota í hlutverkaleik með spjöldunum.
Heimildir
Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson. (2004). Lífsleikni: sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd. Námsgagnastofnun.