Félagshæfnisögur er verkfæri sem gott er að nota í félagsfærniþjálfun, sérstaklega fyrir yngri börn. Þetta verkfæri er gott að nýta þegar einstaklingur er að fara að takast á við nýjar aðstæður og þarf undirbúning fyrir þær. Einnig er gott að grípa í félagshæfnisögur ef einstaklingur á erfitt með ákveðnar aðstæður og þarf meiri undirbúning fyrir þær. Sem dæmi ef barn á það til að bíta annað barn væri gott að útbúa sögu um það að bíta ekki.
Félagshæfnisögur eiga að vera auðlesnar og lýsandi. Þær eru skrifaðar í fyrstu persónu eða þriðju persónu og sumar sögur innihalda báðar tegundir frásagna. Sagan á að vera frekar nákvæm og á einstaklingur ekki að hafa neitt umhugsunarefni til að pæla í eftir að hafa lesið söguna. Mikilvægt er að hafa söguna stutta og markvissa og á sama tíma þarf að passa að hafa söguna jákvæða.
Í flestum tilvikum nær sagan ekki lengra en 1 blaðsíðu. Sérstaklega á leikskólaaldri, þau ráða ekki við meiri upplýsingar í einu.
Þegar útbúið er fyrir leikskólabörn er mikilvægt að myndskreyta og gera söguna áhugaverða.
Gott er að byrja á að setja mynd af barninu.
Hafa myndir af því sem er að gerast í sögunni.
Myndskreyta með áhugamáli barns. Til dæmis prinsessur, Hvolpasveit og fótboltamyndir.
Velja myndir eftir aldri.
Þegar börnin fara að eldast er hægt að bæta meiri texta við.
Þegar börn eru ekki farin að lesa er gert ráð fyrir að starfsmaður lesi söguna fyrir barnið.
Lýsandi titill.
Hafa þarf í huga fyrir hvern er sagan, ekki of barnalegt fyrir eldri börn og ekki of formlegt fyrir yngri börnin.
Auðveldur og auðlesinn orðaforði.
Það má ekki gera of miklar kröfur og þær mega ekki vera flóknar.
Passa að hafa engin neikvæð orð eða neikvæðar fullyrðingar.
Heimildir
Grey, C. (2010). The New Social Story Book. Future Horizons.
Sigrún Hjartardóttir og Margrét Valdimarsdóttir. (2011, nóvember). Að gera félagshæfnisögur. Ráðgjafar- og greiningarstöðin. https://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1/ad-gera-fealgshaefnisogur
Myndir sem notaðar voru í félagsfærnisögunum eru af stráknum mínum og pabba hans. Einnig voru fundnar myndir inn á Word