Ég heiti Lísa Lind Ólafsdóttir og er höfundur þessa verkefnis. Ég er 25 ára gömul og búsett í Reykjanesbæ og er upphaflega úr Reykjavík.
Ég á 3 ára gamalt barn sem er með einhverfugreiningu og hef ég svolítið tileinkað mér áhugasvið mitt út frá honum.
Ég hef brennandi áhuga á því sem við kemur fötluðu fólki og hef svolítið verið að sérhæfa mig í börnum með einhverfu og ADHD. Ég hef aðallega unnið með börnum á aldrinum 2-8 ára á mínum starfsferli.
Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi en þessa týpísku BA-ritgerð og datt þá í hug að útbúa vefsíðu sem hægt væri að nýta í framtíðinni. Ég stefni á að halda þessari síðu opnri og er ég viss um að hún á eftir að koma að góðum notum.
Þetta verkefni er til BA-gráðu í þroskaþjálfafræði.
Uppsprettan var þegar ég hóf störf í stoðþjónustu Stapaskóla á leikskólastigi og átti að taka börn í félagsfærniþjálfun. Ég var að gera það í fyrsta skipti og fann engan einn stað þar sem upplýsingar voru og lítið um upplýsingar að finna.
Langaði í framhaldi af því að taka saman það sem ég hef safnað til mín og nýtt í starfi, einnig langaði mig að kafa aðeins dýpra í skilning minn á félagsfærni sem gert var í greinargerðinni.
Á þessari síðu má finna upplýsingar um leiðir til félagsfærniþjálfunar. Til dæmis Vinir Zippýs, Félagsfærnisögur, Máni og Mía og Vináttuverkefni Barnaheilla.
Á síðunni er hugmyndabanki þar sem eru alls konar hugmyndir sem hægt er að nýta til þess að skipuleggja félagsfærniþjálfun.
Upplýsingar á síðunni
Hér að ofan er hægt að smella á takka sem heitir „heim" ef músin er sett yfir hann er hægt að sjá allar þær síður sem til staðar eru. En einnig er hægt að smella á það sem leitað er að hér að neðan: