Blær er yfirheiti yfir Vináttuverkefni Barnaheilla. Verkefnið var gert sem forvarnarverkefni fyrir einelti og hefur fest sig um sess í þjálfun barna á félagslegum samskiptum.
Þátttakendur í verkefninu eru börn á yngri árum og starfsfólk leikskóla/yngra stigs grunnskólans.
Verkefnið byggist upp á fjórum gildum: Virðing, Umhyggja, Hugrekki og Umburðarlyndi.
Blær á að veita börnum aðstoð við að auka hæfni sína til samskipta við aðra og koma í veg fyrir einelti með því að búa til gott andrúmsloft og starfsumhverfi innan veggja leikskólans.
Tilgangur verkefnisins er að öll börn upplifi sig sem hluta af hópnum og viti hvert sitt hlutverk er innan hans.
Með verkefninu læra börn jákvæð samskipti og að hafa jákvætt viðhorf til allra í kringum sig.
Verkefnið er byggt upp á dæmisögum og tegund af félagsfærnisögum.
Skiptist niður í græna, bláa og gula tösku.
Gula taskan: 0-3 ára börn
Græna taskan: 3-6 ára börn
Bláa taskan: 1.-4. bekkur
Í töskunum eru ýmsar sögur sem fjalla um vináttu, klípusögur, samræðuspjöld, leiðbeiningarhefti fyrir starfsfólk og ýmis aukaefni (breytist eftir því hvaða aldur er unnið með).
Stór Blær bangsi fylgir með hverri tösku og fá síðan krakkarnir sinn eigin lítinn Blær sem á heima í leikskólanum.
Hægt er að skoða innihald hverrar tösku og myndir af því inn á vefsíðu hjá Barnaheil.
Sniðugt er að nýta efnið í hópastarfi eða samverustundum inn á hverri deild. Mikilvægt er að vinna markvisst með efnið og hafa skipulag á því.
Hugmyndir að notkun:
Lesin er klípusaga og umræður byggðar á henni. Þegar búið er að lesa söguna er Blær bangsinn réttur til hvers og eins barns sem fær að segja það sem hann vill segja.
Samræðuspjöldin. Þegar þau eru nýtt er eitt spjald sýnt börnunum og þau skoða myndina. Hún er síðan rædd útfrá spurningum sem eru á bak við myndina.
Verkefnahefti sem fylgir með töskunni. Í henni er að finna ýmislegt efni sem hægt er að nýta. Svo sem tónlistarleiki, hópleiki og nudd
Nuddheftið. Sniðugt er að nýta það til þess að kenna börnum á snertingu. Hvað telst vera slæm snerting og góð snerting? Nuddheftið á að aðstoða börn við það að læra að setja sér mörk.
Útinámsbók. Hún kennir börnum samvinnu, hjálpsemi og samkennd í gegnum skemmtileg verkefni og leiki. sem byggja á þessum þáttum.
Heimildir:
Barnaheill. (e.d.). Vinátta. https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta/um-vinattu
Barnaheill. (e.d.). Námsefni. https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta/namsefnid
Barnaheill. (e.d.). Efni frá námskeiðum Vináttu. https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta/namskeid/efni-fra-namskeidum