Samskiptavandi


Samskiptavandi getur þróast og orðið að einelti. Þess vegna er mikilvægt að grípa til aðgerða sem ná til einstaklingsins, bekkjarins og jafnvel minni hópa (t.d. vinahópa). Hér fyrir neðan má sjá verkferla Lækjarskóla vegna samskiptavanda. Þó er mikilvægt að benda á að samskiptavandi getur verið alls konar og þarfnast ólíkra aðgerða. Lagt er á það áherslu að sníða aðgerðir eftir hverju og einu máli.

Verkferill samskiptavanda

Sé niðurstaða eineltisteymis að um samskiptavanda sé að ræða þarf að vinna með málið áfram.

Hér til vinstri eru úrræði sem grípa þarf til en tekið skal fram að meta þarf hverju sinni til hvers lags aðgerða þarf að grípa.

Mikilvægt er að unnið sé með einstaklinga og bekkinn í heild sinni.

Stundum koma upp mál þar sem vinna þarf með minni hópa.

Foreldrar gegna lykilhlutverki í því að uppræta samskipta- og eineltismál.

Foreldrakvöld geta verið hjálplega. Þar eru málin rædd með það markmið að finna lausn á samskiptavandanum.