Vinnuferill 4.

Málið hefur enn ekki fengið ásættanlega lausn.

  • Aðgerðir skólans hafa ekki skilað viðunandi árangri og eineltið er enn til staðar.

  • Máli er þá vísað til nemendaverndarráðs.

  • Ráðið tekur málið fyrir, skoðar hvað hefur verið gert og velur svo leið A eða B

  • A.Nemendaverndarráð telur að málið sé fullunnið hjá eineltisteyminu og vísar málinu í Brúna. Brúin tekur málið til umfjöllunar og metur hver næstu skref skulu vera.

  • B.Nemendaverndarráð telur að eineltisteymi geti unnið betur með málið, leggur ákveðin atriði til og vísar máli aftur til teymis.