Vinnuferill 2, niðurstaða könnunar sýnir að um einelti er að ræða

  • Ef niðurstaða könnunarferlis er sú að einelti sé í gangi fer vinnuferill 2 af stað.

  • Starfsfólk er upplýst og skal fylgjast vel með samskiptum nemenda. Komi neikvæð samskipti upp á að upplýsa tengilið eineltisteymis (umsjónarkennari eða námsráðgjafi)

  • Viðtal er tekið við þolanda þar sem hann er upplýstur um niðurstöður og hvað verður gert í kjölfarið. Honum er jafnframt boðin stuðningsviðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa.

  • Viðtal er tekið við geranda þar sem hann er upplýstur um niðurstöðurnar. Útskýrt er fyrir honum hvaða hegðun telst vera óásættanleg og gerður er samningur við nemandann um að láta af þeirri hegðun. Einnig er hann upplýstur um að nú sé verið að fylgjast vel með samskiptunum. Geranda er einnig boðið stuðningsviðtöl við náms- og starfsráðgjafa.

  • Umsjónarkennari, aðrir kennarar og starfsfólk sem að nemendahópnum koma fylgjast náið með samskiptum þolanda og geranda. Ef engin neikvæð samskipti hafa komið upp í þrjár vikur er málinu lokað.

  • Hægt er að tilkynna grun um einelti ef neikvæð samskipti taka sig upp síðar.

  • Ef neikvæð samskipti koma hins vegar upp þrátt fyrir áður nefndar aðgerðir hefst vinnuferill 3