Eineltisteymið


Í eineltisteymi Lækjarskóla eru:

Anna Jóna Guðmundsdóttir, náms - og starfsráðgjafi

Drífa Sigurjónsdóttir, deildarstjóri 1-6. bekkjar

Hilmir Heiðar Lundevik, kennari á unglingastigi

Halla Eyberg Þorgeirsdóttir, tónmenntakennari

Inga Lilja Jónsdóttir, kennari á miðstigi

Margrét Ósk Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi

Þórarinn B. Þórarinsson, deildarstjóri 7-10. bekkjar

Umsjónarkennari þess nemanda/þeirra nemanda sem koma að málinu.


Þegar eineltismál koma upp verður umsjónarkennari þeirra nemenda, sem að málinu koma, einnig hluti af teyminu og tekur þátt í vinnuferlum ásamt öðrum meðlimum teymisins.



Þegar valið var í eineltisteymið var leitað til starfsmanna skólans sem vitað var að hefðu áhuga á, færni eða reynslu af því að vinna með eineltis- og samskiptavandamál.

Hlutverk eineltisteymisins

Hlutverk teymisins er að vinna eineltismál samkvæmt eineltisáætlun Lækjarskóla. Eineltisteymið stuðlar einnig að bættum skólabrag með því að styðja kennara við að takast á við samskiptavanda sem upp getur komið innan bekkjarins, vinahópa eða á milli bekkja.