Næstkomandi mánudag, þann 4. maí verður takmörkunum á skólastarfi aflétt. Af því tilefni vill almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis árétta eftirfarandi.
Fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk munu ekki gilda um nemendur í leik-, grunn- og tónlistarskólum. Þær gilda þó áfram um fullorðna í skólastarfi sem þurfa að gæta að 2 metra fjarlægð sín í milli og hámarksfjölda um 50 fullorðna í hverju rými.
Brýnt er að huga áfram að góðum sóttvörnum í skólunum; stuðla að hreinlæti, handþvotti og sótthreinsun á þeim svæðum sem margir ganga um og fylgja viðbragðsáætlun ef grunur vaknar um smit. Neyðarstig almannavarna er áfram í gildi.
Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur og takmarki almennt gestakomur fullorðinna í skólana; þetta á til dæmis við um útskriftir, tónleika, sveitaferðir, útilegur, vor- og sumarhátíðir og slíkt.
Svör við algengum spurningum um áhrif breytinganna á ýmsar hliðar skólastarfsins má finna á slóðinni mrn.is/skolastarf.
Almennar fyrirspurnir um sóttvarnaráðstafanir frá stjórnendum fræðslu- og skólamála í sveitarfélögum skal senda á netfangið svandis@samband.is sem kemur þeim rétta boðleið í svörun.
Það krefjandi samfélagslega verkefni að sporna við útbreiðslu veirunnar hefur tekist vel að flestu leyti hingað til og fyrir það ber að þakka. Við vonumst til áframhaldandi góðrar samvinnu við ykkur því verkefninu er ekki lokið. Það krefst áfram töluverðs af okkur öllum, ekki síst úthalds og árvekni.
Fyrir hönd almannavarna
Þóra Kristín
Linkar inn á efni:
https://www.samband.is/um-okkur/upplysingasida-vegna-covid-19
Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. (sjá neðar!)
Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin er ókeypis á netinu.
Markmiðið með gerð bókarinnar var að foreldrar eða aðrir sem starfa með eða sinna börnum fái tól til þess að ræða við börn um ástandið sem nú ríkir. Gerð var könnun hjá um 1700 foreldrum og börnum víðsvegar um heiminn til þess að meta andlegar og sálfélagslegar þarfir barna meðan á COVID19 stendur. Ramminn utan um efnistökin var unnin upp úr niðurstöðum könnunarinnar auk þess sem hún var prufukeyrð og endurbætt áður en hún var svo gefin út í endanlegri mynd. Hetjan mín ert þú er bók sem ætti helst að vera lesin af foreldri (eða kennara eða öðrum umönnunaraðila barna) fyrir barn eða lítinn barnahóp. Ekki er mælt með því að börn lesi bókina án stuðnings foreldra.
Vinsamlegast komið upplýsingum um bókina á sem flesta staði!
Hér er hlekkur á allar útgáfur bókarinnar - https://interagencystandingcommittee.org/iasc-reference-group-mental-health-and-psychosocial-support-emergency-settings/my-hero-you?fbclid=IwAR3WwUu0o0C835ijwDuyYRtFag4HF9-jsJ0aAxr5ypIydQ6-T_0rq1sVvk8
Bókin er til á: íslensku, ensku, úkraínsku, bahasa malay, arabísku, spænsku, þýsku, tyrknesku, dönsku, frönsku, kínversku, portúgölsku, rússnesku, búrmísku, sinhala, albanísku, grísku, ítölsku, tamíl, pólsku, búlgörsku, mongólsku, kóresku og lettnesku og væntanleg á fleiri tungumálum.
Verkefnið var þróað af viðmiðunarhópi samræmdu fastanefndarinnar um geðheilbrigði og sálfélagslegan stuðning við neyðaraðstæður. (Inter-Agency Standing Committee Reference Group on Mental Health and Psychosocial Support in Emergency Settings (IASC MHPSS RG).)
////////////////////////////////////////////////////////////
Dear recipient,
The Icelandic Red Cross has translated this children´s book in Icelandic - and it is also available in various other languages (see below!)
“My Hero is You” is a book written for children around the world affected by the COVID-19 pandemic. It is free of charge and available online.
A framework of topics to be addressed through the story was developed using a survey results from 1700 people around the world. The book was shared through storytelling to children in several countries affected by COVID-19. Feedback from children, parents and caregivers was then used to review and update the story. “My Hero is You” should be read by a parent, caregiver or teacher alongside a child or a small group of children. It is not encouraged for children to read this book independently without the support of a parent, caregiver or teacher.
Please share as widely as possible!
Here is a link to all versions - https://interagencystandingcommittee.org/iasc-reference-group-mental-health-and-psychosocial-support-emergency-settings/my-hero-you?fbclid=IwAR3WwUu0o0C835ijwDuyYRtFag4HF9-jsJ0aAxr5ypIydQ6-T_0rq1sVvk8
Languages available today and more to come!
Icelandic, English, Ukranian, Bahasa malay, Arabic, Spanish, German, Turkish, Danish, French, Chinese, Portuguese,Russian, Burmese, Sinhala, Albanian, Greek, Italian, Tamil, Polish, Bulgarian, Mongolian, Korean, Latvian.
This book was a project developed by the Inter-Agency Standing Committee Reference Group on Mental Health and Psychosocial Support in Emergency Settings (IASC MHPSS RG).
Með kveðju | Best regards,
Brynhildur Bolladóttir
Upplýsingafulltrúi
Communication manager
Rauði krossinn á Íslandi | Icelandic Red Cross
Sími/Telephone: +354 570 4000, GSM: 699 4627