Heimaskóli/fjarkennsla fer þannig fram að nemendur verða heima, kennararnir verða í skólanum og munu sinna kennslunni við skjáinn (í gegnum netið). Samskipti kennara og nemenda fara fram í gegnum Google Meet, Hangouts og Google Classroom. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 þegar hver umsjónarkennari hittir sinn hóp við skjáinn. Hver kennslustund stendur í 40 mínútur og hefst sú fyrsta kl. 8:40. Um kl. 10:00 verður hlé í 20 mínútur þar sem nemendur munu fá stutt verkefni (t.d. stutt hreyfing eða útivist). Eftir hlé (kl. 10:20) eru svo tvær kennslustundir til kl. 11:40, þá hittir umsjónarkennari hópinn sinn aftur og fer yfir daginn. Skóladeginum lýkur svo um kl. 11:50. Nemendur fá stundaskrá og nánari upplýsingar mánudaginn 27. apríl.