Í dag var innra starfi í 5.-10. bekk breytt þannig að
• Stundatöflur breytast (mismikið eftir bekkjum). Þetta gerist vegna þess að hverjum bekk koma einungis 2-3 starfsmenn og við nýtum styrkleika hvers starfsmanns í hverju teymi. Þessar aðstæður kalla á breyttar áherslur í námi og kennslu. Viðmiðunarstundatöflu er ekki fylgt, þannig geta ákveðnar námsgreinar orðið hornreka og meiri áhersla er á líðan og samskipti nemenda.
• Frímínútur voru lagðar af en í þeirra stað kom hreyfing í 2 x 20 mín undir stjórn íþróttakennara, úti og/eða inni.
• Skóladagurinn var styttur hjá nemendum. Ný áætlun skólabíls er hér að neðan.
Morgunn
Frá Ólafsvík
1. og 2. bekkur kl 8:00
3. bekkur kl 8:20
4. bekkur kl 8:35
Frá Hellissandi
5., 6. og 7. bekkur kl 8:00
8., 9. og 10. bekkur kl 8:15
Skólalok
Frá Hellissandi
1. og 2. bekkur kl 13:30
3. bekkur kl 8:20 kl 13:35
4. bekkur kl 8:35 kl 13:45
Frá Ólafsvík
5., 6. og 7. bekkur kl 13:15
8., 9. og 10. bekkur kl 13:20
Þessa daga hefur komið í ljós hvað við erum lánssöm í Snæfellsbæ með það hvað skólinn okkar er vel mannaður. Við þessar óvenjulegu aðstæður hefur mikið reynt á starfsfólk og það hefur sýnt metnað, sveigjanleika og fagmennsku við úrlausn verkefna sem við höfum þurft að leysa. Við finnum líka fyrir stuðningi frá bæjaryfirvöldum og foreldrum sem hafa lýst yfir ánægju sinni með hvernig við stöndum að verki. Þess má líka geta að einn veitingastaður í sveitarfélaginu sendir starfsfólki pizzur í hádegismat með þakklæti fyrir góð störf við flóknar aðstæður. Okkur þykir vænt um hrós og hvatningu sem okkur hefur borist og viljum þakka fyrir það.
Skólastarfið hefur heilt yfir gengið mjög vel. Við erum að þróa skipulagið með það að markmiði að gera enn betur. Ábendingar um hvað má betur fara eru vel þegnar og sendist á skólastjóra, á netfangið hilmara@gsnb.is
Með vinsemd og virðingu
Skólastjórnendur GSnb