Í 12. grein Barnasáttmálans segir að öll börn eiga rétt á að taka þátt og hafa áhrif í málum er varða þau með einum eða öðrum hætti. Í lögum um grunnskóla segir: „Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Með Réttindaráði gefum við börnum skólans tækifæri á að segja sínar skoðanir og hafa áhrif á skólastarfið.
Í Réttindaráði Vesturbæjarskóla sitja tvö börn úr 2. - 7. bekk, samtals 12 börn, ásamt umsjónarmönnum verkefnisins í skólanum, tveimur foreldrum og aðilum frá Skýjaborgum og Frostheimum. Fundað er einu sinni í viku. Tveir fulltrúar nemenda í 7. bekk sitja einnig í skólaráði.
Fundir í Réttindaráði eru á föstudögum kl. 9:10-9:50. Eftir hvern Réttindaráðsfund skrifa umsjónarmenn verkefnisins fundargerð.
2. bekkur: Úlfhildur og Viktor (Eysteinn og Vaka)
3. bekkur: Dagmar og Brandur
4. bekkur: Freyja og Alvar (Dúna og Hafliði)
5. bekkur: Kolbeinn og Hjördís (Erlendur og Inga)
6. bekkur: Matthías og Sóley (Oddný og Árni)
7. bekkur: Arnar, Mía, Bjartur og Guðný
Verkefnastjórar:
Guðlaug Elísabet Finnsdóttir gudlaug.elisabet.finnsdottir@reykjavik.is
Erna Guðríður Kjartansdóttir Erna.Gudridur.Kjartansdottir@reykjavik.is
Fulltrúar frístundar:
Marsibil Lísa Þórðardóttir marsibil.lisa.thordardottir@reykjavik.is
Haydee Adriana Lira Nunez Haydee.Adriana.Lira.Nunez@reykjavik.is
Fulltrúar foreldra: Auður Kolbrá Birgisdóttir, Eva Bjarnadóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Standa vörð um og skapa eldmóð fyrir réttindum barna
Fara yfir útigæsluplanið og skoða skólalóðina / frímó með barnaréttindagleraugunum
Kynningar á samsöng
Taka á móti gestum
Fara yfir hugmyndir úr hugmyndakassanum
Kynnast öðrum Réttindaráðum