Réttindafræðsla er öflugasta leiðin að aukinni virðingu fyrir mannréttindum. Með aukinni þekkingu barna á eigin réttindum geta þau frekar staðið á eigin rétti og virða frekar réttindi annarra barna. Og með aukinni þekkingu fullorðinna á réttindum barna eru vernd þeirra, umönnun og þátttaka betur tryggð.
Réttindaskóli er hugmyndafræði fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja sáttmálann til grundvallar í öllu starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum. Áhersla er lögð á að skapa umhverfi sem byggist á þátttöku, jafnrétti og virðingu.
Unicef Akademían er rafrænn fræðsluvettvangur um réttindi barna fyrir öll þau sem starfa með og fyrir börn. Þar má finna ýmis verkefni og myndbönd sem gefið er út af Unicef fyrir skóla og fræðsluefni fyrir fullorðna.
1. myndband - Inngangur
2. myndband - Hvað eru mannréttindi?
3. myndband - Saga Barnasáttmálans
4. myndband - Efni Barnasáttmálans
5. myndband - Barnaréttindanálgun
6. myndband - Samantekt
Myndbönd frá Krakkarúv þar sem fjallað er um: Réttur barna - Réttur til lífs - Réttur til að tjá sig - Réttur til öryggis - Réttur til að vera barn. Frumsýnt í nóvember 2025 í kringum dag mannréttinda barna.
Barnasáttmálinn minnir okkur á að öll börn eru mikilvæg. Börn eiga rétt á að segja sína skoðun og að hlustað er á þau. Börn eiga rétt á að læra og leika sér. Börn eiga rétt á umönnun, heilsu og vernd gegn ofbeldi og mismunun. Börn eiga ekki bara framtíðina, þau eiga daginn í dag.
Nemendastýrðir samráðsfundir - viðtal við börn í Vesturbæjarskóla
Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld var þetta bráðskemmtilega innslag þar sem Villi, krakkafréttamaður RÚV, fór í heimsókn í Vesturbæjarskóla og kynnti sér hvað Réttindaskólar eru.
Þekktu réttindi þín er aðgengilegt og hnitmiðað námsefni um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samanstendur af verkefnabók fyrir börn, kennsluleiðbeiningum, bæklingi um Barnasáttmálann og veggspjaldi. Námsefnið býður nemendum í lærdómsferðalag með það að markmiði gera sérhvert barn að sérfræðingum í réttindum sínum. Upphaflega er námsefnið hannað af UNICEF í Hollandi, í samstarfi við sérfræðinga í námsefnisgerð.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila.
Mikilvægt er að við séum meðvituð um það frá upphafi að „réttindi barna“ og tengd hugtök eru mjög oft misskilin. Rétt notkun á lykilhugtökum hjálpar öllum að þróa með sér traustan skilning á réttindamálum og merkingu þess að vera Réttindaskóli og Réttindafrístund.
Hér eru tvö skemmtileg réttindafræðslubingó sem gaman er að gera í skólanum eða heima.
Barnaréttindabingó - Búið til af Réttindaráði Vesturbæjarskóla 2021
Það er mjög áhugavert og gaman að rýna í myndir með börnum og skoða hvort börnin á myndinni fái að njóta réttinda sinna eða hvort verið sé að brjóta á einhvern hátt á réttindum barna.
Hvað eru réttindi? Hvað eru forréttindi? Hver er munurinn á réttindum og forréttindum? Yfirleitt er talað um að réttindi séu það sem allir eiga rétt á og forréttindi oft hlutir sem okkur langar til að hafa en þurfum ef til vill ekki nauðsynlega á að halda.
Réttindaráð Vesturbæjarskóla 2025 tók þátt í söfnunarþætti Unicef ,,Búðu til pláss” þar sem þau veltu fyrir sér spurningum um börn og stríð.
Börn sem taka þátt í UNICEF - hreyfingunni fá vandaða fræðslu um réttindi sín og ólíkar aðstæður jafnaldra sinna í öðrum löndum. Þau láta til sín taka með áheitasöfnun sem nær hámarki á sérstökum viðburðadegi sem skólinn eða frístundin skipuleggur.
Árið 2020 var ákveðið að við myndum búa til okkar eigin Barnaréttindasöng. Hugmyndin kom úr hugmyndakassa barnanna. Öll börn skólans fengu að koma með hugmyndir að texta og lagið valdi Réttindaráð þess tíma. Úr varð þetta skemmtilega lag ,,Betri veröld" sem sungið er við ,,Snjókorn falla".