Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Námsmarkmið
Nýting skólasafns:
nýtt skólasafn sér til gagns og ánægju,
Nemendur nota skólasafnið til að velja sér bækur fyrir heimalestur og yndislestur.
Upplýsingaleit:
leitað að og valið viðeigandi upplýsingar og stafrænt efni,
Nemendur hafa Chromebook tölvur til afnota í skólanum og geta nýtt sér leitarvélar í verkefnavinnu.
Netið er fullt af myndum og jafnvel myndböndum sem búið er að breyta. Oft getur verið erfitt að greina muninn á því sem er raunverulegt og þess sem er falsað. Hjálpið nemendum ykkar að spyrja gagnrýninna spurninga um hvers vegna fólk velur að breyta myndum og myndböndum.
Verkefni um hvernig við metum myndefni á netinu á vitundin.is
Greining og úrvinnsla gagna:
greint muninn á fræðilegu efni og skáldskap,
Farið yfir þessa þætti í umræðum með bekknum í tengslum við ritunarverkefni.
Heimildanotkun:
þekkt að höfundarréttur gildir um fjölbreytt efni og unnið með heimildir á einfaldan hátt.
Í ákveðnum verkefnum eru bækur skólabókasafnsins nýttar til heimildaöflunar, formleg heimildaskráning hefst á miðstigi.
Kynningarefni:
nýtt hugbúnað við gerð einfaldra kynninga,
Nemendur vinna glæruverkefni (Google slides) sem nefnist Um mig, 3-4 glærur um fjölskyldu, áhugamál og fleira sem nemandi vill sýna.
Ritvinnsla:
nýtt hugbúnað við uppsetningu einfaldra ritunarverkefna,
Nemendur vinna nokkur ritunarverkefni með Google Docs yfir veturinn.
Áhersla á að kunna á stillingaramboðin, s.s. að velja letur og stærð leturs, miðja, feitletra, skáletra, gera punktalista, setja inn myndir, töflur o.fl. sem nýtist í ritvinnslu.
Fingrasetning er æfð reglulega. Fingrafimi af vef mms.is er notuð ásamt erlendum síðum s.s. typing.com.
Vinnsla tölulegra gagna:
nýtt hugbúnað við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum,
Byrjar í 4. bekk.
Ljósmyndir og kvikmyndun:
tekið ljósmyndir og stutt myndskeið,
Byrjar í 4. bekk.
Myndvinnsla og myndsköpun:
nýtt tæki og hugbúnað við myndsköpun,
Nemendur nota Canvas sem er app sem fylgir Chromebook tölvunum. Í þessu appi er hægt að teikna og mála.
Hljóðvinnsla:
nýtt hugbúnað í einfalda hljóðvinnslu,
Byrjar á miðstigi.
Netmiðlun:
nýtt hugbúnað við einfalda netmiðlun.
Byrjar í 4. bekk.
Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan:
beitt góðri líkamsstöðu við notkun stafrænnar tækni og útskýrt muninn á jákvæðum og neikvæðum skjátíma og sagt frá hvernig notkun stafrænna miðla getur haft áhrif á líðan,
Að kenna stafræna borgaravitund snýst að miklu leyti um að kenna börnum að hugsa lengra en það sem snýr að þeim sjálfum og átta sig á afleiðingum gjörða sinna. Það er mikilvægt að læra að bera ábyrgð á sjálfum sér en það er einnig mikilvægt að skilja ábyrgð sína gagnvart öðrum. Með auknum skilningi á ábyrgð opnast börnum nýjar leiðir til að læra og hafa samskipti.
Verkefni um ábyrgðarhringina á vitundin.is
Friðhelgi og öryggi:
útskýrt á einfaldan hátt hvað persónuupplýsingar eru og hverju má og má ekki deila í stafrænu umhverfi,
Öll ættu að temja sér að nota sterk og örugg lykilorð á netinu. En hvernig getum við hjálpað börnunum að búa sér til betri lykilorð og muna þau? Í þessari kennslustund eru ráð sem nýtast til að hjálpa nemendum að búa til lykilorð sem eru bæði örugg og auðveld að muna.
Verkefni um sterkari lykilorð á vitundin.is
Stafrænt fótspor og auðkenni:
lýst á einfaldan hátt hugtakinu stafrænt fótspor, skilið hvernig það verður til og hvert sé samspil þess og netnotkunar,
Sjálfur og samfélagsmiðlar skipa stóran sess í lífi okkar í dag og mörg okkar hafa búið sér til sérstaka sjálfsmynd á netinu. Nemendur okkar eru ekkert frábrugðin. En skilja börn alltaf hvernig aðrir upplifa það sem þau deila á netinu? Hjálpum nemendum okkar að hugsa á gagnrýninn hátt um að það sem þau deila á netinu.
Verkefni stafrænt fótspor á vitundin.is
Virðing í stafrænu umhverfi:
gert sér grein fyrir mikilvægi þess að leita til fullorðinna ef hætta eða áreiti skapast á netinu,
Næst tekið í 4. bekk.
Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum:
þekkt hugtakið neteinelti og einfaldar reglur í samskiptum og myndbirtingum á netinu og þekkt leiðir til að vernda sig og aðra fyrir neteinelti.
Það er mikilvægt fyrir þroska barna að tilheyra mismunandi samfélögum. Netsamfélög eru hins vegar ekki öll jafn heilbrigð. Sýnið nemendum ykkar hvernig þau geta styrkt bæði netsamfélög og eigin persónulegu samfélög með því að setja mörk sem allir skuldbinda sig til að viðhalda.
Verkefni um samfélag nemenda á vitundin.is
Stafrænn stuðningur:
nefnt dæmi um einfaldan stafrænan stuðning í námi,
Aðgengi að öllum námsbókum sem til eru á hljóðbókaformi frá mms.is er á heimasíðum bekkjanna.
Nemendur fá aðstoð til að breyta letri á tölvunni yfir í Open Sans ef það hentar þeim betur.
Möguleikar aðstoðartækisins Helperbird í Google Chrome vafranum kynntir fyrir þá nemendur sem þurfa þannig aðstoð.
Varðveisla gagna:
gert sér grein fyrir því að í sumum hugbúnaði þarf að vista gögn til að varðveita vinnuna,
Byrjar í 4. bekk.
Tölvur og snjalltæki:
þekkt mismunandi tegundir tölva, snjalltækja og helstu jaðartæki og nýtt til menntunar,
Nemendur hafa aðgang að persónulegri Chromebook tölvu fyrir dagsdaglega vinnu í skólanum.
Í Engjaskóla vinnum við út frá því að tölvur eru vinnutæki í skólanum en ekki leiktæki.
Nemendur fá tækifæri til að vinna með OSMO sem er viðbót við iPad og býður upp á skemmtilega og fjölbreytta námsleiki.
Notkun hugbúnaðar og einföld forritun:
þekkt ýmsan hugbúnað og tæki og nýtt þau til að leysa einfaldar þrautir.
Byrjar í 4. bekk.
Skrift og frágangur:
dregið rétt til stafs, skrifað skýrt og læsilega og á lyklaborð,
Æfingar á fingrasetningu á lyklaborð eru m.a. gerðar á þessum vefsíðum:
10 fast fingers (hægt að stilla tungumál)