Matsviðmið í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir upplýsinga- og tæknimennt.
Námsmat: Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
Upplýsingum um námsmat er haldið til haga í Mentor.
Nemendur fá umsögn í metanlegum hæfniviðmiðum sem eru sýnileg í Mentor.
Leiðsagnarnám: Áhersla er lögð á fjölbreyttar vinnuaðferðir í einstaklings, para og hópvinnu. Mikil samþætting er í námi nemenda og er reynt að tengja lestur við sem flestar námsgreinar.
Aðferðir leiðsagnarnáms eru nýttar þar sem lögð er áhersla á vaxandi hugarfar, árangursríka samvinnu og gagnvirkan lestur.
A Framúrskarandi hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
B+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina B og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina A.
B Góð hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
C+ Notað þegar hæfni er sambærileg þeirri lýsingu sem á við einkunnina C og að hluta til þeirri lýsingu sem á við einkunnina B.
C Sæmileg hæfni og frammistaða í námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs.
D Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant með hliðsjón af hæfniviðmiðum námsgreinar eða námssviðs
Við styðjumst við A-D matskvarða í flestum tilfellum en sum verkefni eru þess eðlis að 1-10 (1-100) kvarði eða Lokið/ólokið á betur við.
Nemandi getur með góðu móti nýtt skólasafn sér til gagns og ánægju. Leitað að fjölbreyttum upplýsingum í textum og á vef og unnið verkefni upp úr heimildum. Nýtt sér af öryggi valinn tæknibúnað, hugbúnað og gögn við verkefnavinnu. Rætt á ítarlegan hátt um viðeigandi hegðun á netinu. Af öryggi varðveitt gögn og leyst forritunarverkefni.
Nemandi getur nýtt skólasafn sér til gagns og ánægju. Leitað að tilteknum upplýsingum í textum og á vef og unnið verkefni upp úr völdum heimildum. Nýtt sér valinn tæknibúnað, hugbúnað og gögn við einfalda verkefnavinnu. Rætt um viðeigandi hegðun á netinu. Varðveitt gögn og leyst einföld forritunarverkefni.
Nemandi getur að einhverju leyti nýtt skólasafn sér til gagns og ánægju. Leitað að einhverju leyti að tilteknum upplýsingum í textum og á vef og unnið verkefni upp úr völdum heimildum. Nýtt sér að nokkru leyti valinn tæknibúnað, hugbúnað og gögn við einfalda verkefnavinnu. Nefnt dæmi um viðeigandi hegðun á netinu. Að nokkru leyti varðveitt gögn og leyst mjög einföld forritunarverkefni.
Nemandi getur nýtt sér mjög vel skólasafn og gagnaveitur til upplýsinga- og þekkingaröflunar. Lagt gagnrýnið mat á trúverðugleika og gæði upplýsinga. Unnið með heimildir og sett upp heimildaskrá. Nýtt sér mjög vel margs konar tæknibúnað, hugbúnað og gögn á ábyrgan og skapandi hátt við fjölbreytta verkefnavinnu. Lýst reglum um hegðun á netinu af öryggi og á gagnrýninn hátt. Rætt um samband heilsu og vellíðunar við notkun stafrænnar tækni. Nýtt fjölbreyttan stafrænan stuðning í námi. Flokkað og varðveitt gögn á öruggan hátt. Leyst fjölbreytt forritunarverkefni og þrautir.
Nemandi getur nýtt sér skólasafn og gagnaveitur til upplýsinga- og þekkingaröflunar. Lagt mat á trúverðugleika og gæði upplýsinga. Unnið með heimildir og sett upp einfalda heimildaskrá. Nýtt sér margs konar tæknibúnað, hugbúnað og gögn á ábyrgan og skapandi hátt við verkefnavinnu. Lýst reglum um hegðun á netinu og rætt um samband heilsu og vellíðunar við notkun stafrænnar tækni. Nýtt stafrænan stuðning í námi. Flokkað og varðveitt gögn á öruggan hátt. Leyst ýmis forritunarverkefni og þrautir.
Nemandi getur að einhverju leyti nýtt sér skólasafn og gagnaveitur til upplýsinga- og þekkingaröflunar. Lagt mat á trúverðugleika upplýsinga. Unnið á einfaldan hátt með heimildir og sett upp mjög einfalda heimildaskrá. Nýtt sér að nokkru leyti margs konar tæknibúnað, hugbúnað og gögn á skapandi hátt við verkefnavinnu. Lýst helstu reglum um hegðun á netinu og að nokkru leyti rætt um samband líðan, heilsu og notkunar stafrænnar tækni. Að nokkru leyti nýtt stafrænan stuðning í námi. Flokkað og varðveitt gögn á öruggan hátt upp að vissu marki. Leyst einföld forritunarverkefni og þrautir.