Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Nýting skólasafns:
nýtt skólasafn sér til gagns og ánægju,
Nemendur nota skólasafnið til að velja sér bækur fyrir heimalestur og yndislestur þegar lestrarfærni er komin vel af stað.
Upplýsingaleit:
leitað að og valið viðeigandi upplýsingar og stafrænt efni,
Nemendur hafa iPad spjaldtölvur til afnota í afmörkuðum verkefnum í íslensku og stærðfræði.
Greining og úrvinnsla gagna:
greint muninn á fræðilegu efni og skáldskap,
Farið lauslega yfir þessa þætti í umræðum með bekknum í tengslum við ritunarverkefni.
Heimildanotkun:
þekkt að höfundarréttur gildir um fjölbreytt efni og unnið með heimildir á einfaldan hátt.
Í ákveðnum verkefnum eru bækur skólabókasafnsins nýttar til heimildaöflunar, formleg heimildaskráning hefst á miðstigi.
Kynningarefni:
nýtt hugbúnað við gerð einfaldra kynninga,
Byrjar í 3. bekk.
Ritvinnsla:
nýtt hugbúnað við uppsetningu einfaldra ritunarverkefna,
Byrjar í 3. bekk.
Vinnsla tölulegra gagna:
nýtt hugbúnað við framsetningu á einföldum tölulegum gögnum,
Byrjar í 4. bekk.
Ljósmyndir og kvikmyndun:
tekið ljósmyndir og stutt myndskeið,
Byrjar í 3. bekk.
Myndvinnsla og myndsköpun:
nýtt tæki og hugbúnað við myndsköpun,
Byrjar í 3. bekk.
Hljóðvinnsla:
nýtt hugbúnað í einfalda hljóðvinnslu,
Samþættingarverkefni í samfélagsfræði, þar sem nemendur vinna gagnvirkt veggspjald sem geymir hljóðskrár með upptökum af þeirra eigin texta.
Netmiðlun:
nýtt hugbúnað við einfalda netmiðlun.
Byrjar í 4. bekk.
Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan:
beitt góðri líkamsstöðu við notkun stafrænnar tækni og útskýrt muninn á jákvæðum og neikvæðum skjátíma og sagt frá hvernig notkun stafrænna miðla getur haft áhrif á líðan,
Netið er uppfullt af áhugaverðu fólki en þar finnst einnig fólk sem getur komið illa fram hvert við annað. Með þessum leikþætti öðlast nemendur skilning á því hvers vegna er oft auðveldara að koma illa fram við fólk á netinu en í eigin persónu. Þau læra einnig um hvernig best er að taka á netofbeldi.
Verkefni um frétta og miðlalæsi á vitundin.is
Friðhelgi og öryggi:
útskýrt á einfaldan hátt hvað persónuupplýsingar eru og hverju má og má ekki deila í stafrænu umhverfi,
Öryggi á netinu er að miklu leyti sambærilegt öryggi í raunheimum. Nemendur hjálpa stafrænu borgurunum að skrá sig inn á nýtt app og læra um leið hvers kyns upplýsingum er óhætt að deila á netinu.
Stafrænt fótspor og auðkenni:
lýst á einfaldan hátt hugtakinu stafrænt fótspor, skilið hvernig það verður til og hvert sé samspil þess og netnotkunar,
Er það sem þú gerir á netinu alltaf á netinu? Nemendur læra að upplýsingarnar sem þeir deila á netinu skilja eftir sig stafrænt fótspor eða „slóð“. Þessi spor geta verið stór eða lítil, skaðleg eða gagnleg, allt eftir því hvernig þau stjórna þeim. Nemendur bera saman mismunandi spor og slóðir og hugsa á gagnrýninn hátt um hvers konar upplýsingar þeir vilja skilja eftir sig.
Verkefni um stafrænt fótspor á vitundin.is
Virðing í stafrænu umhverfi:
gert sér grein fyrir mikilvægi þess að leita til fullorðinna ef hætta eða áreiti skapast á netinu,
Netið tengir okkur öll saman. Með því að læra um ábyrgðarhringinn munu nemendur skoða hvernig netið tengir fólk saman innan okkar samfélags og um allan heim. Styðjið nemendur í gagnrýninni hugsun um það hvernig við tengjumst, bæði í raunheimum og á netinu.
Verkefni um netsamfélag á vitundin.is
Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum:
þekkt hugtakið neteinelti og einfaldar reglur í samskiptum og myndbirtingum á netinu og þekkt leiðir til að vernda sig og aðra fyrir neteinelti.
Netið er uppfullt af áhugaverðu fólki en þar finnst einnig fólk sem getur verið vont við hvert annað. Með þessum leikþætti öðlast nemendur skilning á því hvers vegna er oft auðveldara að koma illa fram við fólk á netinu en í eigin persónu. Þau læra einnig um hvernig best er að taka á netofbeldi.
Verkefni um hvernig við segjum stopp við slæmri nethegðun á vitundin.is
Stafrænn stuðningur:
nefnt dæmi um einfaldan stafrænan stuðning í námi,
Aðgengi að öllum námsbókum sem til eru á hljóðbókaformi frá mms.is er á heimasíðum bekkjanna.
Nemendur fá aðstoð til að breyta letri á tölvunni yfir í Open Sans ef það hentar þeim betur.
Möguleikar aðstoðartækisins Helperbird í Google Chrome vafranum kynntir fyrir þá nemendur sem þurfa þannig aðstoð.
Varðveisla gagna:
gert sér grein fyrir því að í sumum hugbúnaði þarf að vista gögn til að varðveita vinnuna,
Byrjar í 4. bekk.
Tölvur og snjalltæki:
þekkt mismunandi tegundir tölva, snjalltækja og helstu jaðartæki og nýtt til menntunar,
Nemendur hafa aðgang að iPad spjaldtölvu fyrir einstök verkefni í íslensku og stærðfræði í skólanum.
Í Engjaskóla vinnum við út frá því að tölvur eru vinnutæki í skólanum en ekki leiktæki.
Nemendur fá tækifæri til að vinna með OSMO sem er viðbót við iPad og býður upp á skemmtilega og fjölbreytta námsleiki.
Notkun hugbúnaðar og einföld forritun:
þekkt ýmsan hugbúnað og tæki og nýtt þau til að leysa einfaldar þrautir.
Byrjar í 4. bekk.