Á hverju ári er lögð áherla á að læra nýja verkaðferð, og um leið er einnig rifjuð upp og þjálfuð áður lærð verkaðferð. Reynt er að styrkja og yrkja sköpunargáfuna í leik eða við notkun á þeim verkaðferðunum sem þau læra. Nemendur eru hvattir til að fara sínar eigin leiðir, en einnig er viðurkennt að það sér lærdómur í því að herma og reyna endurgera eitthvað sem aðrir hafa skapað áður. Með því að leggja áherslu á verkaðferðir frekar en verkefni, hafa nemendur meira frelsi til að vinna með eigin hugmyndir og vinna út frá sínu áhugasviði og hugaheimum.
Hvert ár er s.s. með áherslu á eina verkaðferð, sem jafnframt myndar eina heild og endurspeglar framleiðsluferils textíls. Þ.e.a.s. hvernig textíll verður nokkur veginn til. Ferlið byrjar á hráefninu, sem þæft er saman ( 1. b. ) eða spunnið garn úr ( 2. b. ), sem síðan er ofið efni úr ( 3. b. ), eða prjónað úr því klæði ( 4. b. ). Og úr efnunum/klæðunum er síðan saumað, handsaumað eða vélsaumað ( 5. b. ) Sem að lokum er oft skreytt, þá ýmist með litun, útsaum eða öðrum aðferðum beitt ( 6. b. ) . En innan textíls eru til fjöldinn allur af mismunandi verkaðferðum sem spretta út frá grunnaðferðum og eru þær sér á báti eins og hekl ( 7. b. ) Stundum er þessum auka verkaðferðum fléttað inn í eins og í 5. bekk fara nemendur inn í þæfingu aftur (1. bekk , blautþæfing með sápu og vatni) nema þá fá þau að prófa þæfinganál ( þurrþæfingu ). Öll árin æfa þau saum fyrst í höndunum og síðan á miðstigi kemur vélsaumurinn inn. Við allar þessar grunn verkaðferðir sem taldar eru upp bæði hér að ofan og neðan eru það hendurnar ( hugurinn, hjartað ) sem vinna verkið en skoðaðar eru vélútgáfur af þeim. Við prófum sumar eins og prjónavélar og saumavél, s.s. fáum sumstaðar hjálp frá vélum eða tækninni, en veltum vöngum afthverju sumar verkaðferðir hafi ekki þróast vélar eins og í hekli!
Verkaðferðir:
1. bekkur. ÞÆFING: unnið með hráefnið ull, ullarkembu og úr henni þæft. Einnig er handsaumað.
2. bekkur. TÓVINNA/SPUNI: Ull kemd og prófað að búa til garnspotta, þ.e.spinna hann og puttaprjóna ef til vill úr honum ( eða öðru garni). Einnig handsaumað og hnútar hnýttir.
3. bekkur. VEFNAÐUR: Lærð eru grunnhandtök og hugtök í vefnaði. Einnig handsaumað.
4. bekkur. PRJÓN: lært er að prjóna með allskonar mismunandi aðferður og tækjum, einnig er hekl kynnt, og handsaumað.
5. bekkur. VÉLSAUMUR. Prófað er að sauma á vél og nemendur kynnast virkni hennar. Einnig læra nemendur framhald í þæfingu það er þurrþæfing með nál.
6. bekkur. SKREYTING EFNA: saumaður er ýmiskonar ÚTSAUMUR og alskonar TEXTÍLLITUN er notuð til að skreyta efni, sem nýtt eru í vélsaumaðan nytjahlut eða skrautmun. Einnig er í boði að rýja efni og/eða þúfa.
7. bekkur. HEKL: Nemendur læra grunn í hekli. Síðan velur nemandi hvort hann skapi alveg nýtt verk þar sem hann skoðar sitt fegurðaskin, smekk og skapi eitthvað frumlegt. Eða hvort hann vilji frekar æfi sig í vinnuaðferð sem þau hafa lært ( þ.e. frá 6. , 5. , 4. , 3. , 2. eða 1. bekk) og rifji hana upp og þjálfi sig í henni.
Rannveig Gissurardóttir júní 2025
1. bekkur
2. bekkur
3. bekkur
4. bekkur
5. bekkur
6. bekkur
7. bekkur