Vinnuaðferðir:
Þæfing: nemendur kynnast blautþæfingu og þurkarinn hjálpar okkur yfir erfiðasta hjallinn í þæfingunni.
Þráðurinn þræddur, skreyting og snúran: nemandi lærir að vinda snúru, þræða þráð á grófa nál og sauma frjáls útsaumsspor.
Kennsluaðferðir ofl.
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl.
Textílmennt er kennd í 80 mín. 2x í viku, í þrem hópum og 6 lotum. Hver hópur kemur 2 x yfir árir og er um 10 skipti í senn.
Lota 1 (.skipti) 26.ágúst - 30.sept., (Norður)
Lota 2 (.skipti) 1. okt – 12. nóv., (Austur)
Lota 3 (.skipti) 18.nóv – 17.des., (Vestur)
Lota 4 (.skipti) 16.jan – 11.feb., (Norður)
Lota 5 (.skipti) 17.feb – 1. apríl, (Austur)
Lota 6 (.skipti) 7. apríl – 1. jún. (Vestur)
Verkefnin eru:
1. Þau vinna eitt til tvö verkefni úr ullarkembu og er hún aðalhráefni vetrarins. Ulllarkemban er þæfð ( e.t.v. með smá hjálp þurkarans og/eða nælonsokks) og er verkefnið e.t.v. skreytt með þeirra útsaum, perlum eða öðru.
2. Bandið/ garnið: Þau vinna grunnaðferðir eins og búa til snúruband (armband eða leikspotta), binda bandspottana og kljást við bandið á ýmsan hátt.
3. Að lokum ef tími gefst eru unnin ýmis lítil aukaverkefni. t.d. læra að leika með snúruband sem „fuglafit“( einn elsta leik mannsins).
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Fuglafit
...oft byrjum við daginn á fuglafitsleikjum og æfingum!
Sungum og dönsuðum hringleikinn "Vindum, vindum vefjum band" (í stílfræði útgáfu)
Svo var það STÓRA snúrunandið!
...og Tjaldbúðirnar, "hengdar upp á snúruna stóru".
...stóra snúrubandið hélt uppi þessari stóru SKÚTU
... ÞÆFA kúlu úr ULLARKEMBU
...og VINDA fleiri SNÚRUR Á ÞYRILSNÆLDUR ...FIGETSPINNER!
Það getur verið erfitt að þræða nálina...en svo nær maður tökum á því og þræðir mörgum sinnum í gegnum nálaraugað
Stafasaumur
Þæfing stóru ullarkúlunar
val og aukaverkefni