Vinnuaðferðir:
Spuni: prófa kemba ull og búa til garnspotta og spinna band á mismunandi hátt.
Puttaprjón og puttahekl: læra einfalt fingraprjón, jafnvel ´"tengifingraprjón", og ef til vill einnig að fingrahekla.
Klippa filtefni: æfa sig að klippa filtefni með efnisskærum og snið með pappírsskærum.
Hnýta hnúta: Nemendur læra að hnýta nokkra einfalda hnúta, rembihnút (tvöfaldanhnút) og svo að binda lykku.
Kennsluaðferðir ofl.
Helstu kennsluaðferðir í textílmennt eru verkleg- og sýnikennsla. Lögð er áhersla á sögur, leiki, hringleiki og vísur sem tengjast texíl. Textílnmennt er kennd í 80 mín, í 5 lotum yfir árið, hver hópur í um 6. vikur í ca.19 skipti.
Verkefnin eru:
Aðalefnið í 2.bekk Bandið/garnið: Þau læra grunnhugtök eins og þráður, þræða, snúru, snæri, spotti, garn og hnútur, rembihnútur og kljást við bandið um leið á ýmsan hátt. Þau æfa sig í að binda hnúta (rembihút)
Nemendur læra að fingraprjóna og prjónið verður að því sem þau finna út með sjálfum sér, nemendum eða kennara, þá t.d. fígúrur, lítil bönd, armbönd, hálsmen, hálsklút, o.s.frv. Ef til vill læra þau einnig að fingrahekla spotta og gera mismunandi „fuglafit“, elsta leik mannsins.
Þau læra að vinda snúru og tvinna saman tvo spotta þ.e. tvíband og meðfram því skoðum við kaðlaversmiðju (myndskeið). Gerum snúru með þyrilsnældur ( figetspinner). Síðan kembum við ull, þau fá að sjá rokk og hverning band er spunnið, þá bæði á halasnældu og rokk, og síðan prófa þau sjálf að nota frummynd halasnældu (stein og spítu) til að spinna spotta. Þá prófa þau að spinna einfaldan garnspotta/þráð úr kembu með halasnældu eða jafnvel bara með að nudda ullaþráðum saman (þæfa þráðinn), og þá að lokum er reynt að vinda hnykil upp úr garnspottanum/þræðinum. Þau nota síðan stærri snúrurnar í einhvern leik t.d. sem sippuband, eða tjaldgerð, bæði inni og úti (ef veður leyfir) eða nýta hann sem fugla fit eða hnykil bolta til að leika með ..."kisa er auðvita alltaf glöð að fá lítin hnykil".
Meðfram þessu verkefnum veltum við fyrir okkar “Hvað er hráefni?” (ull, bómull, hör og gerviefni) “Hvaðan fáum við hráefnið og hvernig er þráðurinn búin til úr því?” (spunninn, þæfður, heklaður?)
Pinterest “Textíl í Hvassó” ( hugmyndabanki kennara og nemenda )
Tóvinnan
...ullin kemd og prófað að spinna á snældu en endum á að spinna með "figetspinner" og rokkurinn rannsakaður
Fingraprjón
Felt grímur og dúkar
... snið með pappísskærum og klippa efni með efnisskærum
...síðan er stundum gaman að gera eitthvað og rifja upp, sem við gerðum þegar við vorum í 1. bekk !!!
Alskonar lítil valverkefni