Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Verkfæri og hlutbundin gögn:
Nýtt sér verkfæri og hlutbundin gögn sem þarf til að finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Notað hlutbundin gögn til að rannsaka og finna lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum með stuðningi, t.d. kubba og form til að flokka, telja og framkvæma einfaldar reikniaðgerðir
Notað viðeigandi verkfæri til að rannsaka og finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum með stuðningi og undir leiðsögn, t.d. kennslupeninga, jafnvægisvog og talnalínu
Kennslan byggir á virkri notkun hlutbundinna hjálpartækja til að dýpka skilning og styðja við lausn stærðfræðiverkefna. Nemendur fá tækifæri til að velja og nota fjölbreytt verkfæri við úrvinnslu verkefna.
Dæmi um vinnulag:
Nemendur nota talnakubba, talnalínur og myndræna framsetningu til að reikna og sýna hugsun.
Í mælingum og samanburði nota þeir reglustiku, vog og mælibönd til að skrá og bera saman stærðir.
Í reikningi með peningum og magni nota þeir leikpeninga, talnaspjöld og raunverulega hluti til að finna lausnir.
Nemendur eru hvattir til að útskýra lausnir sínar munnlega og með teikningum eða skýringarmyndum.
Unnið er bæði í einstaklingsvinnu, pörum og í samvinnu þar sem verkfæri og gögn eru nýtt markvisst til að leysa þrautir og verkefni.
Áherslur:
Val á viðeigandi verkfærum
Sjálfstæð og markviss notkun hjálpartækja
Skýr framsetning á lausnaleiðum
Unnið með Sprota 2a og 2b, nemenda og æfingabók. Viltu reyna. Í undirdjúpunum, samlagning og frádráttur. Evolytes.Stærðfræðispæjarar. Ýmis kennsluforrit og verkefni frá kennurum. Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Samræður og tjáning:
Tekið þátt í samræðum um stærðfræði, hugtök hennar og lausnaleiðir.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Tekið þátt í samræðum um stærðfræðileg efni með stuðningi kennara.
Útskýrt hugsanir sínar og aðferðir með stuðningi og einföldum stærðfræðihugtökum.
Spurt spurninga sem tengjast verkefnum eða leik til að efla skilning sinn í stærðfræði.
Nemendur taka reglulega þátt í samræðum um stærðfræði, hugtök og lausnaleiðir. Lögð er áhersla á munnlega tjáningu, útskýringar og virka hlustun. Unnið er í pörum og hópum þar sem nemendur segja frá eigin aðferðum, hlusta á ólíkar lausnir og nota stærðfræðiorðaforða.
Kennari stýrir umræðum, setur fram opnar spurningar og hvetur til umræðu í lok hvers tíma.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Táknmál og hugtök:
Notað rétt heiti yfir stærðfræðitákn og nýtt þau rétt við útreikninga,
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Notað rétt heiti yfir þau stærðfræðitákn sem unnið er með.
Skilið fyrirmæli og notað viðeigandi stærðfræðitákn við útreikninga, t.d. dragðu þrjá frá fimm, nemandi áttar sig á að skrá 5-3 (en ekki 3-5).
Umskráð orðadæmi sem krefst samlagningar yfir á táknmál stærðfræðinnar.
Nemendur læra að þekkja og nefna stærðfræðitákn á réttan hátt, svo sem +, −, =, < og >.
Lögð er áhersla á að þeir noti táknin rétt í útreikningum og geti tengt þau við hugtök eins og samlagningu, frádrátt og samanburð.
Tákn eru kennd með sýnidæmum, leikjum og samtölum og nemendur æfa að skrifa dæmi sjálfir með réttu táknmáli. Hugtökin eru þjálfuð samhliða, bæði munnlega og skriflega.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Þróun aðferða:
Þróað hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með náttúrulegum tölum.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Notað eigin leiðir við samlagningu með náttúrulegum tölum t.d. með því að teikna myndir og nota hlutbundin gögn.
Nemendur fá tækifæri til að prófa mismunandi aðferðir við útreikninga og velja þá sem þeim hentar best.
Lögð er áhersla á að þeir byggi á eigin skilningi og útskýri hugsun sína. Þeir skoða reikniaðferðir í samræðum, bera saman leiðir og þróa með sér traust á eigin vinnubrögðum.
Kennari styður við einstaklingsmiðaða nálgun og hvetur til sveigjanlegrar hugsunar með opnum verkefnum og umræðum.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Þrautalausnir:
Nýtt aðferðir og leiðir til að leysa þrautir og rökstutt svör sín.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Búið til og leyst þrautir sem tengjast t.d. skólalífinu eða þeim sjálfum.
Skilið hvað er verið að spyrja um og hvaða upplýsingar skipta máli.
Svarað spurningum um lausnarleið sína og lýst henni, t.d. munnlega eða með teikningu.
Nemendur fá reglulega verkefni sem krefjast röklegrar hugsunar og lausnaleitar. Þeir eru hvattir til að prófa ólíkar aðferðir, ræða mögulegar lausnir og rökstyðja niðurstöður sínar munnlega eða skriflega.
Unnið er með opin verkefni, þrautir og stærðfræðiáskoranir í pörum eða hópum þar sem samvinna og útskýringar skipta máli. Kennari leiðbeinir með spurningum og styður nemendur í að þróa úrræðagóðar lausnaleiðir.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Rannsóknarvinna:
unnið, einn og í samvinnu, að lausnum á stærðfræðilegu viðfangsefni með því að kanna, rannsaka og setja fram tilgátur,
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Unnið sjálfstætt og/eða í samvinnu að því að rannsaka og kanna einföld stærðfræðileg viðfangsefni í nærumhverfi sínu t.d. hvað komast margir sentíkubbar í bolla / box?
Orðað einfaldar rannsóknarspurningar, t.d. „Hvað gerist ef ...?“ eða „Er alltaf ...?“ um stærðfræðileg fyrirbæri.
Nemendur vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum þar sem þeir kanna, prófa og setja fram tilgátur. Þeir vinna bæði sjálfstætt og í samvinnu við að leita lausna, prófa hugmyndir og draga ályktanir.
Lögð er áhersla á forvitni, skapandi hugsun og að byggja á fyrri reynslu. Kennari styður rannsóknarvinnu með opnum spurningum, leiðsögn og efnivið sem hvetur til könnunar og umræðu.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Kynningar:
Undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Sýnt og sagt frá verkefnum sínum fyrir framan hóp og notað viðeigandi stærðfræðihugtök.
Nemendur fá tækifæri til að undirbúa og kynna eigin stærðfræðivinnu, bæði munnlega og með stuðningi mynda, talna eða teikninga. Kynningarnar eru stuttar og einfaldar og fara fram í litlum hópum eða fyrir bekkinn.
Lögð er áhersla á að útskýra lausnaleiðir, nota rétt hugtök og sýna sjálfstæði í framsetningu. Kennari styður nemendur í undirbúningi og eflir sjálfstraust þeirra í tjáningu.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Reiknihugsun og forritun:
Búið til einföld reiknirit og tjáð þau með því að nota breytur, skilyrði og lykkjur.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Gefið einfaldar skref-fyrir-skref leiðbeiningar, fyrirmæli eða skipanir sem manneskja eða vélmenni getur farið eftir.
Notað einfaldar skipanir og reglur (örvar/myndir/orð/hugbúnað) til að stýra vélmenni.
Nemendur læra að búa til einföld reiknirit með því að nota breytur, skilyrði og lykkjur á grunnstigi. Unnið er með leikrænar og sjónrænar aðferðir þar sem nemendur tjá hugsun sína, skipuleggja útreikninga og prófa lausnir.
Kennari leiðbeinir með einföldum forritunarverkefnum þar sem nemendur þróa rökhugsun og skilning á ferlum.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Röðun talna og talnamengi:
Raðað náttúrulegum tölum og einföldum brotum eftir stærð.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Flokkað náttúrulegar tölur í sléttar tölur og oddatölur.
Talið með þriggja stafa tölum og raðað tölunum í stærðarröð.
Nemendur læra að bera saman og raða náttúrulegum tölum. Unnið er með talnakort, talnalínur og sjónræn hjálpartæki.
Nemendur raða tölum í stærðarröð, para saman myndir, og taka þátt í leikjum og samvinnuverkefnum sem efla skilning á stærð og röð talna.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Námundun:
Nýtt sér námundun með heilum tölum.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Áætlað fjölda hluta í safni og sannreynt ágiskun sína.
Nemendur læra að námunda tölur að næstu tug og nota það í daglegum aðstæðum. Þeir skoða tölur á talnalínu, bera þær saman við næstu tugi og læra að námunda upp eða niður.
Notað er sjónrænt efni eins og talnalínur og tugaspjöld. Námundun er þjálfuð í leikjum, munnlegum æfingum og hagnýtum verkefnum úr daglegu lífi.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Sætiskerfi:
Notað tugakerfisrithátt og sýnt skilning á sætiskerfi við ritun náttúrulegra talna.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Útskýrt gildi tölustafa í tölum að 1000 út frá sæti þeirra í tugakerfinu, til dæmis að gildi tölustafsins 8 í tölunni 385 er áttatíu.
Unnið með náttúrulegar tölur á talnalínu til að auka skilning á uppbyggingu tugakerfisins.
Ritað og lesið náttúrulegar tölur upp að 1000.
Nemendur læra að rita og lesa náttúrulegar tölur með skilningi á tugakerfinu. Þeir vinna með sætin einingar, tugir og hundruð og skoða hvernig tölur byggjast upp.
Notað eru talnaglös, sætistafla og talnakubbar til að sýna tölur myndrænt. Nemendur æfa að sundurgreina og setja saman tölur, og tengja saman ritaða tölu og gildi sætanna.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Grunnreikniaðgerðir:
Nýtt sér grunnreikniaðgerðirnar fjórar og reiknað með náttúrulegum tölum,
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Beitt samlagningu og frádrætti á stærðfræðileg viðfangsefni með náttúrulegum tölum upp að 100.
Tengt samlagningu og frádrátt og nýtt sér að það eru andhverfar aðgerðir.
Skipt litlum fjölda hluta jafnt á milli tveggja eða þriggja hópa með myndrænni framsetningu með og án afgangs.
Reiknað í huganum með einingum og tugum og útskýrt hugsun sína.
Nemendur læra að beita samlagningu og frádrætti með náttúrulegum tölum. Þeir vinna með tölur á talnalínu, í hlutbundnum verkefnum og með munnlegum æfingum.
Lögð er áhersla á að tengja aðgerðirnar við daglegt líf og þjálfa útreikninga með sjónrænum hjálpartækjum, spilum og leikjum. Nemendur læra að leysa einföld dæmi bæði með og án stuðnings og þróa skilning á tengslum milli samlagningar og frádráttar.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Hlutföll:
Unnið með einföld brot og hlutföll með flatarlíkani, á talnalínu og á brotastriki.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Sýnt helming eða fjórðung með hlutum, myndum eða flatarlíkani og talað um hluta og heild með eigin orðum.
Nemendur læra að finna hlutföllinn helmingur eða fjórðungur. Þeir vinna með tölur á talnalínu, í hlutbundnum verkefnum og með munnlegum æfingum.
Lögð er áhersla á að tengja aðgerðirnar við daglegt líf. Nemendur læra að leysa einföld dæmi bæði með og án stuðnings og þróa skilning á tengslum milli heild, helmingur eðafjórðungur.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Fjármál:
Notað grunnreikniaðgerðir til að finna lausnir á og takast á við verkefni daglegs lífs og fjármála og skilið verðgildi peninga.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi geti:
Unnið með peninga upp að 1000 krónum og gert grein fyrir verðgildi þeirra.
Borið saman verð á tveimur vörum og sagt hvaða vara er dýrari, ódýrari eða jafndýr.
Útskýrt hvað það þýðir að fá eitthvað lánað (t.d. bók, pening, hlut) og að þá þurfi að skila því eða greiða til baka.
Nemendur nota samlagningu og frádrátt til að leysa einföld verkefni úr daglegu lífi og fjármálum.
Þeir læra að skilja verðgildi peninga, vinna með peningatalningu, reikna út kostnað og endurgreiðslu í leikrænum aðstæðum, til dæmis við verslun. Unnið er með raunverulegt og myndrænt efni til að tengja stærðfræði við daglegar aðstæður.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Mynstur:
Kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnarunum og myndrænum mynstrum og spáð fyrir um framhald mynsturs.
Nemendur kanna og búa til regluleg mynstur í talnaröðum og myndum. Þeir læra að greina og tjá reglur mynstursins og spá fyrir um næstu liði.
Unnið er með litríkar myndir, kubba og einfaldar talnaröð til að efla skilning og frumkvæði í mynstrasköpun.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Hnitakerfi:
Notað rúðunet með höfuðáttum í rauntengdu samhengi, teiknað og staðsett punkta í hnitakerfi.
Kemur í 3 - 4 bekk.
Föll:
Notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og lýsa sambandi milli stærða.
Dæmi um námsmarkmið:
Að nemandi getur:
Borið saman stærðir og notað tákn til þess að lýsa sambandi milli stærða, t.d. <, >, =.
Óþekktar stærðir:
Reiknað með óþekktum stærðum í einföldum tilvikum.
Nemendur læra að reikna með óþekktum stærðum í einföldum verkefnum. Þeir nota talnalínur og myndrænar aðferðir til að finna óþekktu töluna, t.d. í verkefnum þar sem eitt gildi vantar og þarf að finna það með samlagningu eða frádrætti.
Unnið er með leikrænar og sjónrænar aðferðir til að auðvelda skilning og lausnaleit.
Unnið er við gögn eins og:
Sprota,
Evolytes
Viltu reyna
Stærðfræðispæjarar
Ýmis kennsluforrit
annað námsefni og verkefni frá kennurum.
Innlögn, umræður, flæði, sköpun og verkefni. Leikir, spil, stöðvavinna og þrautir. Kennt er í gegnum leik og unnið í hópum, pörum og einstaklingslega auk þess sem útikennsla verður nýtt. Þemanám, ýmist unnið sem stutt verkefni eða út frá ákveðnu þema.
Jöfnur og ójöfnur:
Fundið eina óþekkta stærð í jöfnu með heiltölum og rökstutt lausnir sínar.
Kemur í 3 - 4 bekk.
Gagnavinnsla:
safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið og túlkað á einfaldan hátt,
Tölfræðikannanir:
talið, flokkað og skráð, lesið og túlkað niðurstöður og sett upp í einföld myndrit, með og án stafrænna hjálpartækja,
Myndrit:
lesið úr einföldum myndritum,
Líkindatilraunir:
gert einfaldar tilraunir með líkur og sett í samhengi við spil.
Tungumál:
notað hugtök úr rúmfræði, til að lýsa hlutum í umhverfi sínu,
Verkfæri:
rannsakað, gert tilraunir og teikningar á einfaldan hátt, t.d. með því að nota rúmfræðiforrit og hlutbundin gögn,
Mynstur:
speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum,
Skýringarmyndir:
gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum, teiknað skýringarmyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu,
Tími og klukka:
lesið og notað mismunandi framsetningu á tíma, notað skífu- og stafræna klukku og lesið tímatöflur,
Mælieiningar:
valið viðeigandi mælieiningu fyrir lengd, massa og rúmmál og þekkt tengsl á milli algengra mælieininga metrakerfisins innbyrðis,
Mælingar:
áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, tíma og hitastig með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum,
Tvívið form:
áætlað og mælt ummál og flatarmál með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum,
Þrívið form:
borið kennsl á tening, kúlu, keilu, sívalning, píramída og strendinga.