Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Verkfæri og hlutbundin gögn:
nýtt sér verkfæri og hlutbundin gögn sem þarf til að finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum,
Samræður og tjáning:
tekið þátt í samræðum um stærðfræði, hugtök hennar og lausnaleiðir,
Táknmál og hugtök:
notað rétt heiti yfir stærðfræðitákn og nýtt þau rétt við útreikninga,
Þróun aðferða:
þróað hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með náttúrulegum tölum,
Þrautalausnir:
nýtt aðferðir og leiðir til að leysa þrautir og rökstutt svör sín,
Rannsóknarvinna:
unnið, einn og í samvinnu, að lausnum á stærðfræðilegu viðfangsefni með því að kanna, rannsaka og setja fram tilgátur,
Kynningar:
undirbúið og flutt stuttar kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
Reiknihugsun og forritun:
búið til einföld reiknirit og tjáð þau með því að nota breytur, skilyrði og lykkjur.
Röðun talna og talnamengi:
raðað náttúrulegum tölum og einföldum brotum eftir stærð,
Námundun:
nýtt sér námundun með heiltölum,
Sætiskerfi:
notað tugakerfisrithátt og sýnt skilning á sætiskerfi við ritun náttúrulegra talna,
Grunnreikniaðgerðir:
nýtt sér grunnreikniaðgerðirnar fjórar og reiknað með náttúrulegum tölum,
Hlutföll:
unnið með einföld brot og hlutföll með flatarlíkani, á talnalínu og á brotastriki,
Fjármál:
notað grunnreikniaðgerðir til að finna lausnir á og takast á við verkefni daglegs lífs og fjármála og skilið verðgildi peninga.
Mynstur:
kannað, búið til og tjáð sig um reglur í talnarunum og myndrænum mynstrum og spáð fyrir um framhald mynsturs,
Hnitakerfi:
notað rúðunet með höfuðáttum í rauntengdu samhengi, teiknað og staðsett punkta í hnitakerfi,
Föll:
notað táknmál stærðfræðinnar til að meta sanngildi og lýsa sambandi milli stærða,
Óþekktar stærðir:
reiknað með óþekktum stærðum í einföldum tilvikum,
Jöfnur og ójöfnur:
fundið eina óþekkta stærð í jöfnu með heiltölum og rökstutt lausnir sínar.
Gagnavinnsla:
safnað gögnum í umhverfi sínu og um eigið áhugasvið og túlkað á einfaldan hátt,
Tölfræðikannanir:
talið, flokkað og skráð, lesið og túlkað niðurstöður og sett upp í einföld myndrit, með og án stafrænna hjálpartækja,
Myndrit:
lesið úr einföldum myndritum,
Líkindatilraunir:
gert einfaldar tilraunir með líkur og sett í samhengi við spil.
Tungumál:
notað hugtök úr rúmfræði, til að lýsa hlutum í umhverfi sínu,
Verkfæri:
rannsakað, gert tilraunir og teikningar á einfaldan hátt, t.d. með því að nota rúmfræðiforrit og hlutbundin gögn,
Mynstur:
speglað og hliðrað flatarmyndum við rannsóknir á mynstrum,
Skýringarmyndir:
gert óformlegar rannsóknir á tví- og þrívíðum formum, teiknað skýringarmyndir af þeim og hlutum í umhverfi sínu,
Tími og klukka:
lesið og notað mismunandi framsetningu á tíma, notað skífu- og stafræna klukku og lesið tímatöflur,
Mælieiningar:
valið viðeigandi mælieiningu fyrir lengd, massa og rúmmál og þekkt tengsl á milli algengra mælieininga metrakerfisins innbyrðis,
Mælingar:
áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, tíma og hitastig með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum,
Tvívið form:
áætlað og mælt ummál og flatarmál með stöðluðum og óstöðluðum mælitækjum,
Þrívið form:
borið kennsl á tening, kúlu, keilu, sívalning, píramída og strendinga.