Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Verkfæri og hlutbundin gögn:
nýtt sér verkfæri og hlutbundin gögn sem þarf til að finna lausn á stærðfræðilegum viðfangsefnum,
Samræður og tjáning:
tjáð sig um stærðfræði, útskýrt hugsun sína fyrir öðrum og spurt spurninga til að leita lausna,
Táknmál og hugtök:
notað rétt heiti yfir stærðfræðitákn, nýtt þau af nákvæmni við útreikn-inga og yfirfært milli táknmáls og daglegs máls,
Þróun aðferða:
þróað hentugar aðferðir sem byggja á eigin skilningi við reikning með ræðum tölum,
Sannanir:
metið hvort sönnun eða einföld rök byggð á stærðfræðilegum eiginleikum eru gild,
Þrautalausnir:
leyst þrautir og rökstutt svör,
Rannsóknarvinna:
unnið skipulega, einn og í samvinnu, að því að finna lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum með því að kanna, rannsaka, greina og meta,
Kynningar:
undirbúið og flutt kynningar á eigin vinnu með stærðfræði,
Reiknihugsun og forritun:
notað forritun til að rannsaka gögn í töflum.
Röðun talna og talnamengi:
raðað ræðum tölum eftir stærð og útskýrt tengsl þeirra við heiltölur,
Námundun:
nýtt sér námundun við útreikninga með heiltölum og tugabrotum,
Sætiskerfi:
notað tugakerfisrithátt og sýnt skilning á sætiskerfi við ritun tugabrota,
Grunnreikniaðgerðir:
nýtt sér grunnreikniaðgerðirnar fjórar og reiknað með ræðum tölum,
Hlutföll:
sett hlutfall fram sem almennt brot, tugabrot og prósentu og beitt þeim við rauntengd viðfangsefni,
Reiknireglur:
nýtt sér reiknireglur, tengsl reikniaðgerðanna og forgangsröð aðgerða við útreikninga,
Fjármál:
nýtt stærðfræði til að takast á við verkefni er tengjast helstu hugtökum persónulegra fjármála og haldið utan um eigin fjármál.
Mynstur:
kannað og búið til rúmfræðileg mynstur og nýtt sér táknmál algebrunnar til að vinna með þau,
Hnitakerfi:
teiknað og staðsett punkta í hnitakerfi og notað hnit til að teikna flatarmyndir,
Föll:
rannsakað og sett fram talnarunur og lýst þeim með myndum, orðum og fallstærðum,
Óþekktar stærðir:
notað bókstafi til að tákna óþekktar stærðir og reiknað með þeim,
Jöfnur og ójöfnur:
fundið lausnir á jöfnum með því að nota algengar reiknireglur.
Gagnavinnsla:
safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau með fjölbreyttum hætti,
Tölfræðikannanir:
gert einfaldar tölfræðikannanir og framkvæmt einfalda tölfræðiútreikninga,
Myndrit:
lesið, útskýrt og túlkað gögn og upplýsingar sem gefnar eru í töflum og myndritum,
Líkindatilraunir:
dregið ályktanir um líkur út frá eigin tilraunum og borið saman við fræðilegar líkur,
Líkindareikningur:
reiknað út líkur í einföldum tilvikum.
Tungumál:
notað hugtök rúmfræðinnar til að lýsa eiginleikum hversdagslegra og fræðilegra fyrirbrigða,
Verkfæri:
rannsakað, gert tilraunir og teikningar með því að nota rúmfræðiforrit og hlutbundin gögn,
Mynstur:
hliðrað, speglað eða snúið flatarmyndum, til dæmis við rannsóknir á mynstrum,
Skýringarmyndir:
rannsakað og greint tvívíð og þrívíð form, teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir og notað til þess mælikvarða og einslögun,
Tími og klukka:
rannsakað og greint tvívíð og þrívíð form, teiknað einfaldar flatar- og þrívíddarmyndir og notað til þess mælikvarða og einslögun,
Mælieiningar:
beitt tengslum á milli lengdar-, flatar-, rúmmáls-, tíma- og massaeininga metrakerfisins innbyrðis,
Mælingar:
áætlað og mælt massa, lengd, rúmmál, hraða, tíma og hitastig með viðeigandi mælikvarða og dregið ályktanir af mælingunum,
Tvívíð form:
áætlað, mælt og reiknað hornastærðir, ummál og flatarmál marghyrninga og gráður í hringgeira,
Þrívíð form:
áætlað og reiknað rúmmál og yfirborðsflatarmál þrístrendings, réttstrendings og píramída.