Upplýsingar varðandi skólasund
Forföll nemenda þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni.
Nemendur mæta í sund einu sinni í viku 40 mínútur í senn allt skólaárið,á fimmtudögum.
Sundkennslan fer fram í Grafarvogslaug, útilaug.
Mikilvægt er að nemendur mæti með sundfatnað (ekki bikiní) og sundgleraugu.
Gott er að hafa teygju í síðu hári.
Vinsamlegast merkið allan fatnað / handklæði / sundpoka með nafni og símanúmeri.
Árgangnum er skipt í tvo hópa í sundkennslunni og athugið að nemendur eru ekki alltaf í sama hópi.
Hópur 1 Hópur 2
Rúta frá skóla kl: 11:00 Rúta frá skóla kl: 11:40
Tími hefst kl. 11:10 Tími hefst kl. 11:50
Rúta frá laug kl. 12:05 Rúta frá laug kl. 12:45
✔ 25 m bringusund
✔ 15 m skólabaksund
✔ 15 m skriðsund
✔ 15 m baksund
✔ Flugsundsfótatök
✔ Hlutur sóttur á 1-2 m dýpi eftir þriggja metra sund
✔ Stunga úr kropstöðu
Til að ná góðum árangri er mikilvægt að nemendur fari í sund með foreldrum / forráðamönnum öðru hvoru og æfi sig.