Upplýsingar varðandi skólasund
Forföll nemenda þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni.
Nemendur mæta í sund, einu sinni í viku 40 mínútur í senn allt skólaárið, á fimmtudögum.
Sundkennslan fer fram í Grafarvogslaug, innilaug.
Mikilvægt er að nemendur mæti með sundfatnað (ekki bikiní) og sundgleraugu.
Gott er að hafa teygju í síðu hári.
Vinsamlegast sendið börnin í fatnaði sem þau ráða vel við,
að klæða sig í og úr.
Merkið allan fatnað / handklæði / sundpoka með nafni og símanúmeri.
Árgangnum er skipt í þrjá hópa í sundkennslunni.
Hópur 1 Hópur 2 Hópur 3
Rúta f.skóla kl: 08:30 Rúta f.skóla kl: 09:10 Rúta f.skóla kl: 09:50
Tími hefst kl: 08:40 Tími hefst kl: 09:20 Tími hefst kl: 10:00
Rúta f. laug kl: 09:35 Rúta f. laug kl: 10:15 Rúta f. laug kl: 10:55
✔ Marglyttuflot með því að rétta úr sér
✔ Spyrna frá bakka og renna með andlit í kafi, að lágmarki 2,5m
✔ 10 m bringusund
✔ 10 m skólabaksundsfótatök
✔ 10 m skriðsund
✔ Hoppa af bakka í laug
✔ Stunga úr kropstöðu