Jákvæðni - virðing - vinátta

Skapandi skóli

Framtíðarborgin Birta

6. bekkur lærði um sjálfbærni og lýðræði og hannaði framtíðarborgina Birtu þar sem öllum íbúum líður vel. Nemendur völdu sér hlutverk eins og samgöngur, menntun, orku, umhverfismál, græn svæði, öryggi, heilbrigði, afþreying, íbúðarhúsnði, verslun og þjónustu. Þau kusu sér borgarstjóra, héldu framboðsræðu, funduðu um skipulagið og kynntu áætlanir sínar hvert fyrir öðru. Þau kynntust framækinni byggingartækni og mikilvægi þess að huga að lífverum í hönnun bygginga og umhverfis.

Lestrarátak í janúar

Árgangar og starfsfólk keppa innbyrðis og safna stjörnum fyrir lestur. Yngsta stig fær stjörnu fyrir hverjar 10 bækur sem þau lesa. Miðstig fær stjörnu fyrir 250 blaðsíður.  Stjörnurnar voru skornar út í geislaskera og fjölskera.

Umhverfisslagorð Borgaskóla

Vinabekkir unnu verkefni út frá umhverfissáttmála Borgaskóla. saman. 1., 2. og 6. bekkur þróaði umhverfisslagorð og skar þau út úr bylgjupappa í geislaskera.

Microbit forritun

Nemendur á miðstigi æfa forritun með Microbit. Microbit var notað í framtíðarborgina til þess að lýsa hana upp. Nemendur forrituðu blikkljós og birtuskynjara og lóðuðu LED perur.

Forritun á yngsta stigi

Hvað finnst músum best að borða? OST! Nemendur í 2. og 3.bekk voru duglegir að gefa litlu forritunarmúsunum ostinn við enda gangsins. Þeir sýndu mikla leikni í að forrita litlar vélmennamýs og láta þær leysa ýmsar þrautir. 

Forritun á yngsta stigi

Val á miðstigi

5. bekkur og 6. og 7. bekkur fá valtíma tvær kennslustundir einu sinni í viku. Hjá 5. bekk er val þrjú skipti og svo velja nemendur aftur. 6. og 7. bekkur er saman í vali og er hvert tímabil 5 skipti. Valið hefur heppnast vel og mikil fjölbreytni hefur verið í framboði fyrir nemendur. 

Límiðagerð

Eitt vinsælasta valið er límmiðagerð þar sem nemendur útbúa límmiða í Ipad og skera út í Cricut fjölskeranum.

Tilraunir með plast

Nemendur prófuðu að bræða plastafganga úr þrívíddarprentun og skera form í geislaskeranum.  Einnig bjuggu þau til klakaform með því að hitaforma plast og gerðu tilraunir með lífplast.

Lærum með Lego

Skólinn fékk ýmis náms legosett lánuð hjá Mixtúru og nemendur gerðu ilraunir með krafta, hreyfingu og samverkanir í samhengi við íþróttir.  Einnig unnu þau með verkræði sett og forritun.

Grunnskólamót í fótbolta

Nemendur í 7. bekk voru skráðir í fótboltamót grunnskólanna. Í skólanum eru til gamlir íþróttabúningar sem komnir eru til ára sinna. Nemendur komu að máli við stjórnendur og óskuðu eftir að hanna nýja búninga með nýju merki skólans. Farið var í hugmyndavinnu með nemendum þar sem hönnunarferli fór í gang með kennara í upplýsingamennt, valinn litur á búninginn og verkefnið unnið af nemendum. Búningana báru þeir svo stoltir á fótboltamótinu. Einnig kom upp sú hugmynd að vera með öflugt hvatningarlið og útbjuggu nemendur hvatningaspjöld og hönnuðu það sjálfir í samvinnu með list- og verkgreina kennurum. Úr varð stórskemmtilegur viðburður þar sem nemendur og starfsfólk fjölmenntu til að hvetja lið Borgaskóla áfram. Ferlið allt einkenndist af samheldni og gleði og fá þátttakendur hrós fyrir vinnuna sem þeir lögðu af mörkum. 

Sáttmáli gegn ofbeldi 

Á baráttudegi gegn einelti, þann 8. nóvember sl. var unnið að sáttmála gegn ofbeldi í Borgaskóla. Nemendur unnu saman í vinabekkjum að setningum sem gætu einkennt sáttmálann. Setningar líkt og "Einelti er rangt og við viljum ekkert ofbeldi!", "Brosum og sýnum blíðu", "Stopp kæri vinur, það er bannað að beita ofbeldi" litu dagsins ljós og nú er unnið að því að skera setningarnar út til þess að hægt sé að hengja þær upp. Nemendur unnu einnig sáttmálann táknrænt með því að rífa niður pappír í öllum litum regnbogans og búa þannig til grunn fyrir setningar sáttmálans. Sjá má myndir frá vinnunni hér að neðan. Borgaskóli er Grænfánaskóli og því var horft til þess að sáttmálinn væri unninn úr endurvinnanlegu efni. 

Nýsköpun í 6. bekk

Nemendur 6. bekkjar hafa verið að vinna að verkefni sem kallast “Framtíðarborgin”.

Verkefnið felur í sér að nemendur eigi að hanna borg sem er til eftir 80-100 ár og huga m.a. að sjálfbærni, menntun, heilbrigðiskerfinu, orkukerfi, samgöngum, íbúðarhúsum o.fl.


Hver nemandi fær sexhyrning sem táknar ákveðið svæði í borginni og á að hanna sitt viðfangsefni á það svæði. Svo setja nemendur sexhyrningana saman sem mynda heila borg og þurfa þá að hugsa að hvað passi hvar, t.d. hvar á sjúkrahúsið að vera

Hver nemandi verður með ákveðið hlutverk, m.a. verður kosinn borgarstjóri fljótlega og munu nemendur hjálpast að að stjórna borginni. 


Notast er við ýmis tæki og má þar nefna Micro-bit, laser-skera og 3D prentara sem nýtast m.a. í prentun á byggingum sem nemendur hanna.



Stop motion í 2. bekk

Nemendur unnu 2-3 saman og fengu léttlestrarbók og þau voru hvött til að lesa hana í heimalestri áður en verkefnið byrjaði Þeir teiknuðu persónur og leikmuni skv. fyrirmælum. Þetta skorið út í laser og nemendur lituðu svo með Posca litum. Þeir teiknuðu bakgrunna í ipad eða Málun. Unnu Stop Motion út frá styttri útgáfu af sögunni sinni og lásu síðan inn á.

Sögurnar sem við notuðum voru Stúfur, Geiturnar þrjár, Ungfrú Heppin, Herra Hvolfi og Kiðlingarnir sjö



Geislaskerinn á yngsta stigi

Nemendur í 2. bekk rannsökuðu blóm og völdu tegund til þess að teikna og skera út í geislaskera.

Sjálfsmyndir

Nemendur í 2. bekk unnu sjálfsmyndir og skáru út í geislaskera.

Heimasíða með verkefnum unnum í Borgaskóla og hugmyndir að verkefnum https://sites.google.com/gskolar.is/handverk-skopun-og-taekni/heim