Cricut fjölskerinn

Cricut fjölskerinn tilheyrir tegund af tækjum sem nefnast skurðarplotterar (cutting plotter), en þessi tegund véla notar afskurðar framleiðslutækni (subtractive manufacturing) til þess að skera út í efni með hnífsbaði sem hreyfist yfir yfirborðið. Skerinn, sem er ekki mikið stærri en venjulegur pappírsprentari, er auðveldur í notkun og getur skorið fjölbreytt úrval efna svo sem pappír, pappa, vínyl, textíl efni, felt osfrv. Cricut hefureinnig þann eiginleika fram yfir aðra skurðarplottera að með vélinni er hægt að nota sérstaka penna til þess að teikna og skrifa út frá stafrænni skrá. Vélin hentar einstaklega vel í vinnu með textíl þar sem bæði er hægt að skera út fatalímmiða til þess að strauja á textíl og einnig er hægt að nota vélina til þess að skera út efni eða teikna á það.

Cricut notar sinn eigin hugbúnað sem heitir Cricut Design Space þar sem hægt er að hlaða inn SVG (vektor), JPG skrám eða hanna í forritinu sjálfu. Forritið er mjög notendavænt og er hægt að nota í bæði tölvum og spjaldtölvum sem hentar vel fyrir skólastarf.