Laserskurður

Glowforge laserskerinn

Glowforge er CNC laser skurðar-og grafvél sem notar afskurðar framleiðsluaðferð (subtractive manufacturing) við að skera út ýmis konar efni með laser. Vélin getur skorið út eða grafið í tré, pappa, plexigler, leður, textílefni ofl. með mikilli nákvæmni út frá vektor teikningu.


Hægt er að nota Glowforge í hvaða stýrikerfi sem er því hugbúnaðurinn þeirra er aðgengilegur á netinu og tengist vélinni með Wifi.


Hægt er að nota JPG, PDF, SVG, og PNG skrár fyrir skerann og einnig er hægt að skanna teikningar beint inn.

Hér eru leiðbeiningar hvernig á að setja Gloforge skerann upp í fyrsta sinn þegar hann er tekinn úr kassanum

Öryggi og umgengni

Öryggisreglur

Töluverð eldhætta er af laserum vegna hitans sem myndast þegar laserinn sker út, og þá sérstaklega þegar skorið er í eldfim efni eins og tré, pappa og plexígler.

Því er mikilvægt að fylgjast alltaf vel með þegar verið er að nota laserinn og það má aldrei skilja hann eftir einan í gangi

Gott er að hafa eldvarnarteppi og duftslökkvitæki við höndina.


Nauðsynlegt er að lesa öryggisreglur og fara í gegnum leiðbeiningarbæklinginn með öllum sem ætla að nota tækið. 

Umgengni og þrif

Því betur sem farið er með vélina því lengur endist hún. Það þarf reglulega að hreinsa linsur og undirbakkann. Hér eru ítarlegar leiðbeiningar og myndband hvernig á að hugsa um laserskerann:

Hugbúnaður

Hugbúnaðurinn sem er notaður með laserskeranum er aðgengilegur á veflausn, sem þýðir að það þarf ekki að hlaða niður neinum hugbúnaði heldur er hægt að nota hann með hvaða tæki og vafra sem er svo lengi sem sama wifi net er notað.


Við mælum með að hver skóli búi til skólaaðgang sem er notaður til þess að skrá sig inn þegar skerinn er notaður


Það er hægt að kaupa pro aðgang, en það er ekki nauðsynlegt til þess að nota tækið.



Hvernig er hægt að hanna mynd
til þess að skera út í laserskeranum?

Vektor teikning:

Inkscape

Makerstud.io

ATH þessi lausn er enn í beta útgáfu

Google drawings

Trace image
Hvernig myndavélin er notuð til þess að skanna myndir nememenda

Síður þar sem er hægt að finna ókeypis verkefni og  skrár til að hlaða niður og nota með laserskeranum:

Ponoko

þarfnast innskráningar

Stillingarspjöld fyrir mismunandi efnivið

Hér er hægt að nálgast SVG skrá fyrir mismunandi stillingar sem þarf fyrir mismunandi efnivið í Glowforge laserskeranum

Glowforge Education

Kennslusvæði með leiðbeiningum og verkefnum

Google drawings leiðbeiningar

Hvwernig færir maður mynd frá Google Drawings yfir í Glowforge hugbúnaðinn