Í Engjaskóla viljum við að nemendur fái öfluga fræðslu um umhverfismál. Liður í því er að nemendur öðlist þekkingu á sértækum málefnum og fyrir núverandi tímabil er það hnattrænt réttlæti.
Engjaskóli er með réttindafræðslu út frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og nemendur hafa því vaxandi þekkingu á ýmsu er snýr að réttindum barna. Þau vinna eitt eða fleiri verkefni á hverju ári þar sem farið er djúpt í Barnasáttmálann.
Fyrra árið í vinnunni fór í fræðslu til allra nemenda skólans og hafði Barnasáttmálanefndin þar stórt hlutverk. Á seinna árinu verður sérnefnd barna fyrir Grænfánahlutann þar sem unnið verður eftir skrefunum sjö. Í byrjun skólaárs 2024-25 var Grænfánanefndin skipuð, gátlisti Grænfánans yfirfarinn, vinnan skipulögð og aðgerðaráætlun mótuð. Ef allt gengur að óskum verður sótt um úttekt fyrir annan fána Engjaskóla að vori 2025.
... Mikilvægt er að í öllu námi, viðfangsefnum skólastarfsins og aðferðum sé tekið tillit til áhuga nemenda og ábyrgðar þeirra á eigin námi. Einnig þarf að efla þekkingu á grundvallarréttindum barna og fullorðinna með hliðsjón af íslenskri löggjöf og alþjóðasamningum. Samfélagsgreinar og lífsleikni eru kjölfesta þekkingar á lýðræði og mannréttindum og viðhorfa til sömu þátta. Lýðræðislegur hugsunarháttur á þó við í öllum námsgreinum. Lýðræðislegt gildismat verður ekki mótað nema allar námsgreinar og öll námssvið séu notuð til þess. Umhyggja fyrir fólki, dýrum og umhverfi er einnig hluti lýðræðismenntunar og á heima í öllum námsgreinum.
...
Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Í skólastarfi skulu allir taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.
...
1. bekkur
2. bekkur
3. bekkur
4. bekkur
Lýðheilsa er heilsuvernd og forvarnir fyrir alla.
Hvað þurfum við að athuga?
Hvernig er heilsa okkar í skólanum?
Hreyfum við okkur nóg?
Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi?
Borðum við hollan mat?
Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu?
Erum við góð hvert við annað?
Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni?
Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið?
Allir bekkir taka þátt í verkefninu Göngum í skólann á hverju hausti. Nemendur í skólanum koma úr tveimur hverfum, Engjahverfi og Staðarhverfi. Nemendur úr Staðarhverfi eiga lengra að sækja í skólann og fá því rútuferð á milli hverfa. Þegar Göngum í skólann átakið hefað hausti eru allir nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann til að auka hreyfingu
Lífshlaupið er haldið ár hvert í febrúar þar sem bæði starfsfólk og nemendur taka þátt í landskeppni.
Hjólað í skólann er haldið ár hvert í maí og ætlað til að hvetja nemendur til að æfa sig að hjóla lengri vegalengdir.
Þegar þessi átaksverkefni eru ekki í gangi leggja kennarar áherslu á forvarnir og fræðslu m.a. með hliðsjón af spurningunum hér að ofan. Í skólanum var settur upp klifurveggur á stóra ganginum sem nemendur geta notað til auka hreyfingu yfir skóladaginn. Íþróttakennarar hafa sett merkingar á ganga skólans sem hvetja til aukinnar hreyfingar.
Flokkun sorps, í skólanum flokkum við í 4 flokka:
plast, allt plast sem fellur til s.s. nestisumbúðir sem hafa verið skolaðar.
pappír, allur pappír, hreinn og þurr.
lífrænt, í þennan flokk fara allar matarleyfar sem falla til í skólanum
almennt rusl, í þennan flokk fer rusl sem ekki er hægt að endurvinna eða jarðgera og endar því miður í landfyllingu. Við reynum okkar besta til að þetta sé minnsti flokkurinn.
Við leggjum áherslu á að minnka sorp, t.d. með því að hvetja nemendur til að koma með nesti að heiman í margnota umbúðum.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig unnið var að fyrsta Grænfána okkar skólaárin 2021-2023.
Vinaliðaverkefni skólans hélt áfram þar sem mjög góð reynsla hefur skapast af verkefninu.
Þorgrímur Þráinsson kom og hélt fyrirlestur fyrir 3.-7. bekk í janúar 2023. Hann ræddi við nemendur um lífsgildin og það hvernig við höfum áhrif á okkar líf með seiglu, jákvæðni og góðum venjum. Hann ræddi um mikilvægi þess að gera alla litlu hlutina á hverjum degi, s.s. að sofa vel, borða hollan mat, hreyfa sig, eiga góða vini, lesa og læra ný orð. Þetta er lykillinn að velgengni og góðri líðan. Skólinn bauð svo foreldrum að koma nokkrum dögum seinna og fá svipaðan fyrirlestur á súpufundi.
Vantar upplýsingar.
Nemendur fóru í skólagarðana í byrjun september og tóku upp kartöflur sem þau höfðu sett niður fyrir sumarfrí. Kartöflurnar voru eldaðar í heimilisfræðitíma og öðrum nemendum í bekknum boðið í kartöfluveislu. Allir nemendur árgangsins fengu líka kartöflur með sér heim.
Verkefni unnið með ánamaðka út frá bókinni „Ánamaðkar“ frá mms. Farið var út nokkru sinnum og ánamaðkar skoðaðir í sínu umhverfi, bæði í rigningu og þurru veðri. Einnig söfnuðum við ánamöðkum í box með stækkunargleri og fórum með inn í skólastofu og skoðuðum í víðsjá.
Fjöruferð: Við fórum í fjöruferð þegar við vorum að lesa bókina „Komdu og skoðaðu hafið“ . Við tókum með okkur dúk / „fjörulykil“ og áttu nemendur að finna lífverur og gróður og setja á dúkinn þar sem við átti.
Við höfum reglulega umræður um umhverfið og hvað við getum gert til að vernda umhverfið. Höfum farið út og safnað rusli á skólalóð.
Farið á skíði í brekkuna í Húsahvefi. Nemendur fengu skíðabúnað og kennslu í boði MÚÚ ( Miðstöð útivistar og útináms) sem er liður í verkefni þeirra, skíðað á skólatíma.
Nemendur fá að fara af og til út úr kennslustund til að fara á klifurvegg skólans og fá stundum að fara út og labba hring í kring um skólann.
Þegar veður leyfir höfum við brotið upp kennslustundir og farið út í snú snú og aðra hreyfileiki. Einnig brotið upp kennslu með hreyfingu inn í skólastofu t.d. planka, jóga og dansi.
Regluleg umræða um mikilvægi hreyfingar, næringu og svefns.
Reglulega eru umræður um líðan og hvað hver og einn getur lagt af mörkum til að sér og öðrum líði vel. Lögð er áhersla á að allir upplifi sig sem hluta af hópnum og að með hjálpsemi og góðri framkomu geti allir fundið til öryggis og liðið vel í skólanum.
Útikennsla í stærðfræði: mælingar þar sem nemendur fóru um skólalóðina í leit að hlutum af ákveðnum stærðum.
Ljós og skuggar: Verkefni þar sem meðal annars var farið í vasaljósagöngu og búnar til skuggamyndir af ýmsum gerðum.
Ratleikur um skólalóðina: Nemendur leystu þrautir sem faldar voru á skólalóðinni og skiluðu svörum til kennara.
Verkefni um hollustu og heilbrigt líferni. Nemendur ræddu saman og skráðu niður hugmyndir um hollan og óhollan mat.
Stærðfræði – klukkan : Boðhlaup í salnum þar sem nemendur þurftu að stilla klukku eftir tímaskráningu á blaði.
Íslenska: Nemendur æfðu einfaldan og tvöfaldan samhljóða með kappleik í íþróttasal. Keppni um að ná sem flestum orðum á ákveðnum tíma. Samhljóðar til að nýta í orðasöfnunina voru faldir undir keilum.
Fuglafóðrunarverkefni hélt áfram allan veturinn.
Fórum með leikrit/helgileik og sýndum fyrir Korpúlfa (félags eldir borgara í Grafarvogi), í félagsmiðstöð þeirra í Borgum fyrir jólin. Nemendur og Korpúlfar skemmtu sér vel.
Klifurveggurinn er notaður reglulega ásamt hreyfileikjum til að brjóta upp tíma. Nemendur hafa einnig haldið áfram að hlaupa hringinn í kringum skólann reglulega.
Í heimilisfræði eru 2 kennslustundir í hverri lotu í útieldamennsku, nemendur búa til búðing úti yfir vetrartímann.
Allur skólinn tók þátt í byrjunarverkefni Réttindaskóla UNICEF á skólaþingi í lok nóvember.
Vinaliðaverkefni skólans var í framkvæmd allt skólaárið en það voru nemendur á miðstigi sem skipulögðu leiki á skólalóðinni í frímínútum og hjálpuðu öðrum nemendum að komast inn í leikinn.
Nóvember: 7. bekkur út með vinabekk sínum í 1. bekk og gróðursetti haustlauka.
Nóvember: nemendur útbjuggu fuglahús og fóðurkúlur úr fitu og fræjum fyrir smáfuglana og hengdu í trén austan megin við skólann.
Nóvember: nemendur gróðursettu haustlauka á skólalóðinni.
Allan veturinn: Fuglafóðrunarverkefni þar sem fullunnið var úr fitu frá kjötverkanda og gert tilbúið fyrir fugla, með því að blanda saman korni. Einnig voru allir afgangar af eplum og perum úr eldshúsi skólans notað fyrir fuglana.
Bekkurinn hljóp reglulega hringinn í kringum skólann, þegar þau höfðu hlaupið samtals 7 km hættu þau að telja en ekki að hlaupa.
Klifurveggurinn er notaður reglulega og einnig hreyfileikir til að brjóta upp tíma.
Reglulegar umræður í heimakrók varðandi áhrif góðar framkomu á eigin líðan og annarra.
Skráning og flokkun: Fjöruferð þar sem hlutum sem fundust í fjörunni var safnað saman og flokkað eftir skráningarlykli. Allir tóku svo tvo hluti með í skólann þar sem þeir voru skráðir og flokkaðir og búið til súlurit. Umræða um rusl og mengun í umhverfinu.
Íslenska – stafrófið: Leikur á skólalóðinni þar sem dúkar með stafrófinu voru lagðir niður og nemendum skipt í hópa. Hver hópur átti að finna og ná í einn hlut í umhverfinu og leggja á þann staf sem bar sama upphafstaf í nafni sínu.
Hollusta og heilbrigði: Hjúkrunarfræðingur ræddi við nemendur um mikilvægi hollustu, hreyfingar og hvíldar og nemendur unnu verkefnahefti varðandi efnið.
Útikennsla í samfélags- og náttúrugreinum: Nemendur gengu um skólalóðina og skráðu hjá sér hluti sem þeir sáu og flokkuðu í náttúrlega og tilbúna hluti. Þeir söfnuðu einnig rusli af lóðinni og ræddu hvernig þeir gætu lagt sitt af mörkum til að vernda náttúruna.