Fundargerðir grænfánanefndar

Fimmti fundur Grænfánanefndar.

27. apríl 2022 kl.11:30-12:05 í stofu 24

Mætt voru: Ingimar, Erla, Mikael, Daníel, Hákon, Málfríður, Elma Karen og Karen Sif ásamt Jóhönnu.

Hugarflæði um skref 7 sem er umhverfissáttmáli skólans:

 • matarsóun, fáðu þér passlega mikið á diskinn

 • grænfáninn er bestur

 • það er bara til ein jörð

 • passið það sem þið gerið

 • vertu útipúki

Vertu útipúki - það er bara til ein jörð
Grænfáninn í Engjaskóla


Þetta var slagorðið sem nemendur í nefndinni völdu fyrir skólann.

Ákveðið var að hittast aftur í næstu viku og vinna í Grænfánaveggnum á stóra ganginum. Hugmyndir voru um að búa til stórt tré og láta alla nemendur skólans gera laufblöð með góðum umhverfisóskum til að setja á tréð.

Fjórði fundur Grænfánanefndar

23. febrúar 2022 kl. 10:20 - 11:20 í stofu 4

Mætt voru: Hákon, Mikael, Karen, Málfríður, Daníel, Emma, Erla, Elma og Jóhanna

Dagskrá:

 • Fara yfir gátlista fyrir þemu Engjaskóla í grænfánaverkefninu - Lýðheilsa.

  • Þurfum að bæta: tala meira um svefnvenjur og vatnsdrykkju, líkamsbeitingu, sálfræðiþjónustu fyrir nemendur, fræðslu um andlega líðan, fræðslu frá samtökunum ´78 og feministafélögum.

  • Gátlistinn hefur verið hengdur á Grænfánavegginn og hægt að lesa hér líka.

 • Önnur mál:

  • Hákon: Við erum með of mikla matarsóun, það er til hugmynd um frískáp, þar sem afgangsmatur er settur fyrir þau sem vilja taka afganga heim. Við getum velt þessu fyrir okkur.

Þriðji fundur Grænfánanefndar

6. desember 2021 kl. 12:50-13:30
fyrir framan stofu 24 og síðan í kjallaranum þar sem óskilamunir eru geymdir.

Það var ekki alveg full mæting í þetta skiptið, krakkarnir úr 6. bekk voru í íþróttum. Við höfðum talað við Hervöru yfirskólaliða um að fá aðgang að óskilamunum til að reyna að koma einhverju af þeim í réttar hendur. Krakkarnir hvolfdu úr hverjum pokanum á fætur öðrum og fóru yfir hvort einhverjar merkingar sæjust. Það var ótrúlega lítið af merktum fötum, en það sem við fundum var sett í kassa, sorterað eftir árgöngum og Grænfánakrakkarnir gengu í stofurnar til að skila á réttan stað.

Næsti fundur verður í janúar.

Carousel imageCarousel imageCarousel image
Fundargerð 24nóvember
Fundargerð 10. nóvember