Í heilsustefnu Engjaskóla er lögð áhersla á heilbrigði og velferð nemenda og starfsfólks.
Heilsustefnan er sameiginleg yfirlýsing starfsmanna, nemenda og foreldra við skólann. Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli á vegum Landlæknisembættis Íslands. Markmið stefnunnar er að allt daglegt starf í skólanum stuðli að jákvæðum skólabrag, betri líðan og heilsu allra sem þar starfa.
Hreyfing - áhersla lögð á að:
Skólalóð ýti undir hreyfingu nemenda
Nemendur kunni marga leiki sem þeir geta farið í á skólalóð
Hvetja nemendur og starfsfólk til að nýta sér virkan ferðamáta til og frá skóla.
Nemendur og starfsfólk taki þátt í viðburðum sem aðrir bjóða uppá sem snúa að hreyfingu
Nemendur og starfsmenn séu hvattir til íþróttaiðkunar utan skóla/vinnu
Nemendur fái fræðslu um mikilvægi hreyfingar og kynnist ólíkum íþróttum
Nota íþróttir og leiki til að hrista saman nemendur og starfsmannahópa.
Matarræði / tannheilsa – áhersla lögð á að:
Bjóða upp á fjölbreytt og hollt fæði í mötuneyti skólans og gott úrval af grænmeti og ávöxtum
Nemendur komi með hollt og gott nesti í skólann
Aðgengi að drykkjavatni sé gott
Nemendum sé sköpuð góð aðstaða til að neyta matar
Nemendur fræðist um mikilvægi holls og góðs mataræðis
Nemendur skammti sér sjálfir á diskinn
Fræða nemendur um umhirðu tanna og áhrif mataræðis á tannheilsu
Veitingar á fundum á vegum skólans taki mið af fjölbreytni og hollustu
Geðrækt – áhersla lögð á að:
Einkunnarorð skólans Samvinna - Seigla - Sköpun birtist í öllu starfi og samskiptum innan skólans
Tryggja að nemendur geti leitað eftir aðstoð námsráðgjafa (ath) og annars starfsfólks
Nemendur og starfsfólk sýni hvert öðru virðingu og umburðarlyndi
Nemendur geti rætt um það sem á þeim hvílir t.d. á bekkjarfundum og komið því m.a. áfram til miðstigsráðs
Nemendur og starfsfólk fái fræðslu um skaðleg áhrif samfélagsmiðla
Nemendur og starfsfólk fái fræðslu um gildi geðræktar og hvernig best verði hlúð að andlegri heilsu og heilbrigðu líferni
Starfsfólk geti rætt um starf sitt og líðan.
Lífsleikni – áhersla lögð á að:
Nemendur fái fræðslu um skaðsemi tóbaks og vímugjafa, afleiðingar eineltis, skjánotkun og hreinlæti
Unnið sé markvist eftir forvarnar- og aðgerðaráætlunum sem snúa að einelti og vímugjöfum
Unnið sé markvist eftir viðbragðsáætlun vegna áfalla
Skólinn leggi fyrir a.m.k. tvisvar á ári könnun á líðan og tengslum nemenda og vinni markvisst með niðurstöðurnar
Allir leggi sitt af mörkum til að efla jákvæðan og góðan starfsanda í skólanum.