Fræðsluefni frá nemendum

Nemendur í Grænfánanefndinni hafa á haustönn 2022 unnið að fræðsluefni um lýðheilsu fyrir alla árganga skólans. Þegar hóparnir eru tilbúnir með efnið fá þeir að koma inn í árgangana í samráði við umsjónarkennara.

Sóley Tinna og Málfríður- Fræðsluefni.pdf

Málfríður, Sóley og Tinna í 7. bekk héldu 2 fræðslufundi með nemendum í 1. og 2. bekk í desember 2022.

Glærurnar þeirra eru hér til hliðar. Umsjónarkennarar sögðu þær hafa staðið sig vel og komið efninu vel til skila.

Perla, Stella, Camilla og Margrét úr 4. bekk unnu plakat með upplýsingum um svefn, næringu og hreyfingu sem þær fluttu fyrir samnemendur sína í 4. bekk í lok janúar 2023.

Nemendur hlustuðu vel fyrirlesturinn þeirra og höfðu áhugaverðar spurningar til þeirra sem þær svöruðu vel enda voru þær vel undirbúnar.