Miðstig

Lýðheilsa á miðstigi

Lýðheilsa er heilsuvernd og forvarnir fyrir alla.

Hvað þurfum við að athuga?

Allir bekkir taka þátt í verkefninu Göngum í skólann á hverju hausti. Nemendur í skólanum koma aðallega úr tveimur hverfum, Engjahverfi og Staðarhverfi. Nemendur úr Staðarhverfi eiga lengra að sækja í skólann og fá því rútuferð á milli hverfa. Þegar Göngum í skólann átakið hefst eru allir nemendur hvattir til að ganga eða hjóla í skólann til að auka hreyfingu

Lífshlaupið er haldið ár hvert í febrúar þar sem bæði starfsfólk og nemendur taka þátt í landskeppni.

Hjólað í skólann er haldið ár hvert í maí og ætlað til að hvetja nemendur til að æfa sig að hjóla lengri vegalengdir.

Þegar þessi átaksverkefni eru ekki í gangi leggja kennarar áherslu á forvarnir og fræðslu m.a. með hliðsjón af spurningunum hér að ofan. Í skólanum var settur upp klifurveggur á stóra ganginum sem nemendur geta notað til auka hreyfingu yfir skóladaginn.

Í vali á miðstigi eru fjölmörg námskeið sem stuðla að betri lýðheilsu nemenda hvert á sinn hátt. Valbæklingar fyrir skólaárið 2022-23 eru hér.

Hér er tengill á þemasíðu Grænfánans um lýðheilsu

Neysla og úrgangur

Flokkun sorps, í skólanum flokkum við í 4 flokka:

Við leggjum áherslu á að minnka sorp, t.d. með því að hvetja nemendur til að koma með nesti að heiman í margnota umbúðum.

Einnig vill umhverfisnefndin leggja áherslu á að koma í veg fyrir matarsóun og fatasóun.

Fræðsla frá Sorpu eða öðru sorphirðufyrirtæki. Fimmta bekk stendur til boða að koma í fræðsluheimsókn í Sorpu í Gufunesi.

Áætlun til framtíðar

Í Engjaskóla viljum við að nemendur fái öfluga fræðslu um umhverfismál. Liður í því er að hver nemandi fari yfir eitt þema Grænfánans á hverju skólaári og að auki þemun um lýðheilsu og neyslu og úrgang. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þemun skiptast á milli árganga.

Átthagar - 5. bekkur

átthagafræði í tengslum við námsefni um landafræði Íslands?


Náttúruvernd - 6. bekkur

Fræðsla um umhverfisvænar samgöngur í tengslum við verkefnin, göngum í skólann og hjólum í skólann

Hvað gerist við hækkun meðalhita á jörðinni?

Hverjar eru áskoranir okkar til að skapa betri framtíð?

Hnattrænt jafnrétti - 7. bekkur

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Vinna í árgöngum á miðstigi veturinn 2022-2023

Boðið er upp á val á miðstigi sem heitir útinám. Námskeiðið er haldið 2 sinnum á haustönn, 5 skipti í hvort sinn. Nemendur skoðuðu tré í nágrenni skólans og fygldust með því þegar haustaði. Nemendur fengu kynningu á Grænfánanum, lærðu að tálga, hituðu te úr jurtum í nálægum móa, bökuðu brauð yfir varðeldi og lærðu að njóta útvistar í nánasta umhverfi.
Námskeiðið er einnig haldið 2 sinnum á vorönn, 4 skipti í hvort sinn. Svipuð dagskrá og á haustönninni.

Mörg önnur valnámskeið á miðstigi tengjast útiveru, hreyfingu og félagsfærni, sjá valbæklinga hér.

Þorgrímur Þráinsson kom og hélt fyrirlestur fyrir 3.-7. bekk í janúar 2023. Hann ræddi við nemendur um lífsgildin og það hvernig við höfum áhrif á lif okkar með seiglu, jákvæðni og góðum venjum. Hann ræddi um mikilvægi þess að gera alla litlu hlutina á hverjum degi, s.s. að sofa vel, borða hollan mat, hreyfa sig, eiga góða vini, lesa og læra ný orð. Þetta er lykillinn að velgengni og góðri líðan. Skólinn bauð svo foreldrum að koma nokkrum dögum seinna og fá svipaðan fyrirlestur á súpufundi.

Í heimilisfræði á miðstigi er unnið með skapandi matreiðslu með öllum hópum, markmiðið er að nýta afganga, koma í veg fyrir matarsóun og hafa gaman.
Í heimilisfræðivali á miðstigi nemendur nemendur tækifæri til að búa til búst með mjólkurvörum, ávöxtum og grænmeti. Markmiðið er að nemendur átti sig á hollustu þessara matvara og hversu auðvelt er að búa til holla og góða máltíð.

5. bekkur

Vantar upplýsingar.

6. bekkur

Í heimilisfræði fara allir hópar í vettvangsferð út í Spöng og skoða umhverfismerki á vörum í Bónus/Hagkaup eftir fræðslu kennara um merkin.

7. bekkur

Í heimilisfræði eru tvær kennslustundir í hverri lotu útikennsla/útimatreiðsla. Nemendur grilla brauð á grein. 

Í vetur hefur verið mikil áhersla á umræður og verkefni um lýðheilsu. Við tókum fyrir; reglur í samskiptum, styrkleika okkar og veikleika, sjálfsálit og sjálfstraust, vinasambönd, jafnrétti, mismunun, fordóma, jákvætt sjálfstal, geðorðin 10, táningsárin, sjálfsmynd, kvíða, áhyggjuhugsanir, kyntjáningu og kynvitund. Hópeflileikir þar sem reynir á samskipti og samvinnu hafa verið notaðir óspart í vetur. Nemendur hafa haft tækifæri til að standa upp og hreyfa sig, fara í göngutúr eða skokka hring í kringum skólann.

Fórum og fengum fræðslu og unnum verkefni um Undur í íslenskri náttúru og Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.

„Ljósmyndamaraþon“, nemendur fóru út með myndavélar og tóku myndir af hlutum sem tilheyra náttúrunni og einnig þeim sem eiga ekki heima þar. Umræður um hvernig hægt er að minnka þessa aðskotahluti í náttúrunni, hvað getum við lagt af mörkum.

Vinna í árgöngum á miðstigi veturinn 2021-2022

Allur skólinn tók þátt í byrjunarverkefni Réttindaskóla UNICEF á skólaþingi í lok nóvember. 

Boðið er upp á val á miðstigi sem heitir útinám. Námskeiðið var haldið 2 sinnum á haustönn, 5 skipti í hvort sinn. Nemendur skoðuðu tré í nágrenni skólans og fygldust með því þegar haustaði. Nemendur fengu kynningu á Grænfánanum, lærðu að tálga, hituðu te úr jurtum í nálægum móa, bökuðu brauð yfir kolaeldi og lærðu að njóta útvistar í nánasta umhverfi.

Námskeiðið er einnig haldið 2 sinnum á vorönn, 5 skipti í hvort sinn. Svipuð dagskrá og á haustönninni.

5. bekkur

Hreifipása í 15 mínútur er tekin reglulega í bóklegum fögum. Reglulegir göngutúrar. Aukaíþróttatími í íþróttasalnum. Ferðir í Gufunesbæ, leik- og námsferðir.

6. bekkur

Við erum einn hópur og lögð er áhersla á að vinna þannig, allir eru hluti af bekkjarsamfélaginu og að við eigum að vera örugg í skólanum.  Ræðum reglulega saman um líðan og hvað hægt er að gera til að láta sér og öðrum líða vel. Einnig er minnt reglulega á hvað þurfi að vera til staðar svo að bekkjarhópur virki og að öllum líði vel í skólanum.

Við unnum mikið allskonar verefni í sambandi við andlega og líkamlega heilsu, líkamsímynd og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Farið er í nokkra útiratleiki þar sem reynir á samstarf og samvinnu við lausn á fjölbreyttum þrautum og verkefnum í stærðfræði. Ratleikur í Gufunesbæ þar sem áhersla er á umhverfismál og mannréttindi barna.

Fjaran var vel nýtt þar sem við fylgdumst með selum, fuglum og smádýralífinu. Einnig var vinna með fugla árgangsins. Nýttum snjóinn til útikennslu þar sem við m.a. bjuggum til snjófígúrur og litum. Nýttum einnig tækifæri sem gáfust og tíndum rusl í nánasta umhverfi okkar.

7. bekkur

Í lok október fór 7. bekkur út með vinabekk sínum í 1. bekk og gróðursetti haustlauka. Hreifipásur í 20 mínútur eru teknar reglulega í bóklegum fögum. Gufunesbær, leik- og námsferðir. Skíðaferð í Grafarvogsbrekkuna. Ganga á Úlfarsfell á haust- og vordögum.

Mikið rætt um traust, ábyrgð á sjálfum sér og hvernig við komum fram við aðra.