Við óskum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir góðar og lærdómsríkar stundir á árinu sem var að líða. Ný önn hefst hjá okkur þann 6. janúar að skóladegi loknum. Þeir sem vilja gera breytingar á skráningu í fylgd á æfingar geta fylgt út skjalið undir æfingar og fylgd. Einnig er hægt að breyta vistunartíma með því að fylla út vistunarblaðið
Dagskrá janúarmánaðar er hægt að skoða hér. Það er ýmislegt spennandi framundan hjá okkur. Auk þess hlökkum við mikið til að hitta alla krakkana aftur.
Bestu kveðjur
Starfsfólk frístundar Hamarsskóla
Föstudagurinn 9. maí 2025
Nú er opið fyrir skráningu í Frístund næsta vetur, 2025-2026. Skráningin fer fram í íbúagátt Vestmannaeyjabæjar og lýkur henni 29. júlí.
Miðvikudagur 23. apríl 2025
Opnað verður fyrir skráningu í Sumarfjörið á morgun, Sumardaginn fyrsta. Spennandi dagskrá verður í boði og hefur hver vika með sitt þema. Sumarfjörið er í boði fyrir börn fædd 2015-2018.
Nánari upplýsingar á Sumarfjör.