Frístund er fyrir börn í 1.- 4. bekk, er hluti af skólastarfinu og fylgir stefnu skólans. Starfið í Frístund hefst strax að skóladegi loknum og stendur til kl. 16:30
Forskráning fer fram að vori í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar eða með því að smella hér. Innritun fer svo fram í ágúst.
Þegar barn hefur fengið staðfest pláss þarf að fylla út vistunarblað. Einnig þarf að fylla út æfingar og fylgdarblað ef barnið á að fara á æfingar á Frístundatíma. Við bjóðum upp á fylgd á íþróttaæfingar í nærumhverfinu sem eru fimleikar, fótbolti, handbolti og sund. Auk þess bjóðum við upp á fylgd til baka í Frístund fyrir þau börn sem hafa ekki möguleika á því að fara heim að æfingu lokinni. Ekki er fylgt til baka ef æfing klárast eftir kl. 16.
Um leið og allar upplýsingar eru komnar til umsjónarmanns fá foreldrar staðfestingarpóst um að barnið sé innritað og það megi mæta í Frístund.