Í heilsdagsvistun erum við með þrjá matartíma. Við bjóðum uppá morgunhressingu klukkan 09:00, hádegismat kl. 11:45 og síðdegishressingu kl. 14:20.
Þessum dögum fylgir aukakostnaður sem nemur um 990 krónum dagurinn ef allur dagurinn er nýttur + aukakostnaður fyrir morgunhressingu og hádegismat sem kemur frá Einsa Kalda. Ekki þarf að greiða aukakostnað fyrir tímann 12:30-16:30, en það er nauðsynlegt að skrá sig.
Athugið að skráning er bindandi. Ef þið skráið barnið ykkar og nýtið ekki daginn þá þurfið þið að greiða fyrir hann nema ef þið hættið við með góðum fyrirvara. Ef barn er ekki skráð en mætir samt þá gætum við þurft að vísa því frá. Allt skipulag og starfsmannahald fyrir þessa daga snýst um þau börn sem eru skráð hverju sinni.
Eftir að síðasta skráningadegi lýkur er ekki hægt að skrá börn í heilsdagsvistun
Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við umsjónarkonu í netfangið sigurleif@grv.is eða í síma 8417373