Ólöf Jónasdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af netmenntabúðunum má finna hér að neðan.

Hagnýtar hugmyndir fyrir málvörvun

Í þessari kynningu verður fjallað um málörvun tvítyngdra barna á leikskólanum Iðavelli og hvernig við nýtum m.a. námsefnið Orðaleikur eftir Rannveigu Oddsdóttur og Írisi Hrönn Kristinsdóttur í þessari vinnu.

Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að nýta snjalltækni í málörvun, þá aðallega Bitsboard, Book Creator, Osmo og BlueBot.