Sandra Rebekka

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

Pappírslaust kennsluskipulag sem leið að aukinni sjálfbærni

Aðalnámskrá skilgreinir sjálfbærni sem einn af grunnþáttum menntunnar. Hugtakið má túlka og vinna með á margskonar hátt. Ein leið til þess að mæta ákvæðinu er að minnka pappírsnotkun, sem dæmi þegar kemur að kennsluskipulagi. Til þess að auðvelda okkur það má nýta ýmis verkfæri og tækni. Ég hef nýtt mér Google Calendar og Google Sheets með ágætum árangri, bæði sem leið að sjálfbærni og til að einfalda mér skipulag og spara tíma. Til þess að nýta forritin þarf að skrá sig inn með google aðgangi en hann er ókeypis.