Aðalafrakstur þessa verkefnis er gagnabanki yfir alla þá róbóta sem notaðir eru í kennslu í Evrópu í dag, yfir 100 róbótar. Allar fáanlegar upplýsingar um alla róbótana; vefsvæði þeirra, verð, fyrir hvaða aldurshóp þeir henta og fleira. Í gagnabankanum eru róbótarnir í stafrófsröð og skipt í þrjá hópa eftir tegund, getustigi nemenda og forritunarmáli.
Á síðunni er einnig að finna 25 kennsluáætlanir og kennslumyndbönd á öllum tungumálum þátttakenda og þar á meðal íslensku, bæði kennsluáætlanirnar og texti fyrir myndböndin.
Heimasíða verkefnisins er https://edurobots.eu/.