Bergmann Guðmundsson

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af kynningunni má finna hér að neðan.

iPad og stuðningsúrræði fyrir nemendur

Við ætlum að kíkja á forrit sem við erum að vinna með í Giljaskóla sem nýtast nemendum með stuðningsúrræði. Við erum að prófa okkur áfram með að láta nemendur fá "stuðnings"iPada til að vinna með heima og í skólanum og útvegum þeim þau forrit sem við teljum að gagnist til stuðnings. Nemendur hitta mig einu sinni í viku og læra á forritin og hvernig hægt er að nýta þau í náminu. Sum forritin virka fyrir suma nemendur og sum ekki eins og gengur og gerist en allir fá kennslu á þau. Þetta hefur reynst vel í Giljaskóla þrátt fyrir að ekki sé langt liðið á þessa prufu okkar.