Guðríður Sveinsdóttir

Takk kærlega fyrir að taka þátt. Upptöku af netmenntabúðunum má finna hér að neðan.

Classkick

Classkick er frábært verkfæri í kennslu í hvaða grein sem er. Classkick er notað sem app í ipöddum en einnig hægt að nota í tölvu og þá sem vefsíða.

Classkick virkar á þann hátt að kennari býr til verkefni, á einhvers konar glærum, í forritinu/vefsíðunni. Síðan er verkefninu deilt með nemendum með kóða. Þegar nemendur hafa skráð sig inn þá getur kennari séð í rauntíma hvað nemendur eru að gera, aðstoðað þá, skrifað inn á verkefnin þeirra og leiðrétt. Þetta gerir kennari allt úr sínu tæki. Nemendur óska eftir aðstoð í gegnum tækið og getur þá kennari annað hvort aðstoðað í gegnum tækið sitt eða farið til nemandans.

Ég hef stundum notað þetta þannig að ég sit hjá þeim nemendum sem þurfa mestu aðstoðina og get síðan aðstoðað aðra í bekknum í gegnum tækið mitt.

Mér finnst best að búa til verkefnin í tölvu, nema ég þurfi að skrifa þá nota ég ipaddinn. Á meðan á kennslustund stendur nota ég undantekningarlaust ipaddinn.

Ég nota ókeypis útgáfuna og hefur hún nægt mér í þessi 4 ár sem ég hef notað Classkick. Það eru 20 verkefni sem fylgja ókeypis útgáfunni en ég hef þá bara eytt út verkefnum þegar ég fylli kvótann.

Hérna eru tvö myndbönd sem fínt er að horfa á fyrir menntabúðirnar.