#Eymennt
netmenntabúðir

Netmenntabúðirnar fóru fram með netfundum á ZOOM miðvikudaginn 28. október.

Hægt var að taka þátt í menntabúðunum í gegnum tölvu, spjaldtölvu og síma og þátttakendur hvattir til að hafa heyrnartól til að heyra vel á Zoom-fundunum.

Kynningarnar (Zoom fundirnir) voru teknar upp og eru upptökurnar komnar inn á kynningarsíður hvers og eins.

Þátttakendur voru hvattir til að nota myllumerkin #Eymennt og #menntaspjall á Twitter og tísta um viðburðinn.

Við viljum gjarnan fá endurgjöf á viðburðinn okkar og biðjum alla þátttakendur um að svara spurningalista sem finna má hér: Endurgjöf þátttakenda.

Takk kærlega fyrir skráninguna en hún er afar mikilvæg fyrir stýrihóp Eymennt hvað varðar skýrslugerð verkefnisins.

Á milli menntabúðanna buðum við upp á Icebreaker sem sló rækilega í gegn á UTís Online. Kennarar hafa þegar prófað Icebreaker með nemendahópum auk þess sem heyrst hefur að forritið hafi verið notað í starfsmannahópum.

ATH! Það þarf Google netfang (Gsuite eða gmail) til að geta tekið þátt í Icebreaker.

Fyrir þá sem þekkja ekki Icebreaker þá er hér kennslumyndband frá UTís Online og birt með leyfi Ingva Hrannars Ómarssonar og Hans Rúnars Snorrasonar.

Á #Eymennt verða kynnt verkefni, forrit, tæki og vefsíður tengd upplýsingatækni í kennslu.

Hnapparnir hér fyrir neðan færa þig yfir á síður þeirra sem standa fyrir menntabúðum og þar má sjá kynningarefni þeirra.

Dagskrá #Eymennt netmenntabúða

EymenntOnline dagskrá