Hér dregur nemandi efni ritgerðarinnar saman og svarar rannsóknarspurningu eða setur fram einhverja niðurstöðu. Mismunandi er hversu persónuleg lokaorðin eiga að vera en almennt er ekki smekklegt að segja þína skoðun nema hún sé rökstudd af fræðunum.
Ekki segja „mér fannst þessi bók skemmtileg“ eða eitthvað álíka. Þinn smekkur skiptir ekki máli. Betra er að leggja mat á niðurstöðu ritgerðarinnar sem er byggt á heimildum og rökum.