- Inngangur byrjar á sér blaðsíðu, hér hefst blaðsíðutalið.
- Aðdragandi og umfjöllunarefni: það er mismunandi eftir eðli ritgerða og kennurum hvort þessi umfjöllun á að vera persónuleg, almenn eða fræðileg. Lykilatriðið hér er að kynna umfjöllunarefni ritgerðarinnar þannig að rannsóknarspurningin og efni ritgerðarinnar komi í eðlilegu framhaldi þess sem fram kemur í innganginum.
- Lykilhugtök í ritgerðinni: í sumum ritgerðum er gerð krafa um að kynna og skilgreina lykilhugtak/-hugtök ritgerðarinnar.
- Rannsóknarspurning eða skilgreining efnis: það fer eftir eðli og efni ritgerða hvernig þetta er sett fram. Þetta er rauði þráður ritgerðarinnar – um hvað ert þú að fara að skrifa?
- Heimildir: í sumum ritgerðum er gerð krafa um að kynna lykilheimildir sem höfundur ætlar að nota til að svara rannsóknarspurningu eða fjalla um efnið. Þetta er ekki algild regla og því mikilvægt að lesa fyrirmæli vel.
- Yfirlit ritgerðar: í sumum ritgerðum er viðeigandi að kynna framvindu ritgerðarinnar í inngangi þannig að lesandi viti hvernig ritgerðin er uppbyggð og hvert hún stefnir.
Ritgerðir geta verið ólíkar eftir fagi og umfjöllunarefni hverju sinni. Því er nauðsynlegt að nemendur lesi vel fyrirmæli verkefna og fylgi þeim.