Hluti af námi við FVA felst í því að skrifa texta af ýmsum toga í ólíkum áföngum.
Ritsmíðar hafa mismunandi einkenni eftir tegund, til dæmis eru heimildaritgerðir öðruvísi uppbyggðar en skýrslur. Nemendur fá yfirleitt nákvæmar leiðbeiningar frá sínum kennara til að styðjast við og er ráðlegt að fara vandlega eftir þeim.
Að ýmsu er að huga áður en hafist er handa við ritsmíðar og hvort sem um er að ræða skólaritgerð eða annað ritverk er gott að höfundur spyrji sig spurninga eins og:
Eiríkur Rögnvaldsson hefur gefið út gott leiðbeiningarrit um ritgerðasmíð og er það öllum opið hér.
Áður en hafist er handa við ritsmíðar er gott að lesa sér til um höfundarétt og meðferð heimilda.