Þrátt fyrir smá hnökra í upphafi árs. í síðustu viku var farið af stað mei handboltaæfingar og er það að frumkvæði hennar Kristínar Köru Collins sem býr hér í bæ. Hún sér um þjálfunina og hefur aðsóknin á fyrstu æfingarnar verið mikil eða milli 30 og 40 börn.
Æfingataflan er nú uppfærð hér fyrir ofan og eiga allar Valsæfingar, körfubolti, blak og Zveskja að vera þar inni.
Við erum að innleiða sportabler fyrir alla okkar iðkendur og gengur sú vinna ágætlega. Vonast er til að hún verði klár á næstu dögum. Æfingagjöld haldast óbreytt þessa önnina og má finna upplýsingar um þau hér fyrir ofan.
Halldóra Birta Sigfúsdóttir.
Hún lykilmanneskja í sameiginlegu liði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í knattspyrnu í ár þegar þær sigruðu 2. deildina í ár og komust þar með upp í þá fyrstu. Halldóra Birta er leiðtogi, ósérhlífin, metnaðargjörn og vel liðin íþróttakona. Hún er góð manneskja utan vallar sem innan og sýnir ávallt af sér mikla háttvísi og prúðmennsku. Allt þetta gerir hana að góðri og mikilvægari fyrirmynd en hún á marga aðdáendur og þá sérstaklega af yngri kynslóðinni. Halldóra Birta hefur sinnt þjálfun yngri flokka YFF af fagmennsku og er öflug sprauta inn í starfið okkar hér á austurlandi. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Halldóra Birta hlýtur titilinn íþróttakona Vals en hún hlaut þann titil fyrir árangur sinn á skíðum árið 2015.
Halldóra Birta, innilega til hamingju með titilinn, takk fyrir þitt framlag hér eftir sem hingað til. Þú ert þér og okkur til mikils sóma
Hér má sjá íþróttakonu umf. Vals árið 2021 og fráfarandi íþróttamann umf. Vals 2020,Birki Inga.
Daniel Michal (12) fyrir knattspyrnu
Elín Eik (14) fyrir blak og glímu
Hákon (16) fyrir glímu
Líf (15) fyrir bretti
Rakel Lilja (12) fyrir skíði og knattspyrnu
Amelía Dröfn (10) fyrir skíði
Hugrún Magnea (14) fyrir blak
Kristjana Maja (12) fyrir fótbolta
Steinar (14) fyrir bretti
Þórður Páll (16) fyrir glímu
Velkomin á nýja heimasíðu ungmennafélagsins Vals Reyðarfirði. Ef þú kemur auga á eitthvað sem betur má fara eða vilt koma með hugmyndir af efni þá endilega hafðu samband í gegnum umfvalur@gmail.com eða í gegnum skilaboð á fésbókarsíðunni okkar.
60% af plötu nýja íþróttahússins var steypt í gær. Gangurinn í verkinu er góður og verður spennandi að fylgjast með framvindunni næstu vikur.