15.2.2022 - önnin fer ágætlega af stað...

Þrátt fyrir smá hnökra í upphafi árs. í síðustu viku var farið af stað mei handboltaæfingar og er það að frumkvæði hennar Kristínar Köru Collins sem býr hér í bæ. Hún sér um þjálfunina og hefur aðsóknin á fyrstu æfingarnar verið mikil eða milli 30 og 40 börn.
Æfingataflan er nú uppfærð hér fyrir ofan og eiga allar Valsæfingar, körfubolti, blak og Zveskja að vera þar inni.
Við erum að innleiða sportabler fyrir alla okkar iðkendur og gengur sú vinna ágætlega. Vonast er til að hún verði klár á næstu dögum. Æfingagjöld haldast óbreytt þessa önnina og má finna upplýsingar um þau hér fyrir ofan.