Í viku 2 höldum við áfram að vinna í Stapavöku-æfingaverkefni og Skólaslitum en þeim verkefnum á að skila 2. nóvember (miðvikudagur).
Við skiptum okkur í hópa, nemendur mega velja að vinna einstaklingslega eða í hópum. Mikilvægt er að velja vel þar sem breytingar eru ekki leyfðar í miðri Stapavöku. Við hefjum svo undirbúning á tilraun/athugun og mikilvægt að skoða vel hugmyndir sem kennarar leggja fram til að sjá hvernig best sé að nálgast þemað í ár.
Nemendur velja sig í hópa eða velja að vinna einstaklingslega. Þegar búið er að velja er hópum skipt upp á milli tvennda og því ný svæði fyrir alla að vinna út tímabilið. Þannig náum við að blanda á þann hátt að við opnum á tengsl milli árganga en svæðin hafa jafnframt ábyrgðarkennara sem halda utan um nemendur og þeirra vinnu.
Fyrstu verkefnin hefjast um miðja þessa viku og eiga hópar/einstaklingar þá að undirbúa tilraun/athugun með því að skrá upplýsingar og leita eftir samþykki frá kennara.
Ekki er hægt að halda áfram fyrr en kennari hefur samþykkt tilraun/athugun.
Hér má sá lista með hugmyndum af tilraunum/athugum sem hægt er að taka fyrir
Undirbúningsblað sem mikilvægt er að fylla út í og fá samþykki frá kennara áður en lengra er haldið
Undirbúningsskjal þar sem hægt er að safna saman heimildum fyrir verkefnið sem er svo sett í skýrslu í lokin